20.5.2009 | 16:44
Freudian slip hjá Jóhönnu?
.
"Við megum ekki láta hagsmuni fárra víkja fyrir hagsmunum margra."
Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi á mánudaginn.
Hún las ræðuna af blaði. Var þetta villa í handriti, mislestur eða mismæli? Nema að undirmeðvitundin hafi verið að verki; Freudian slip!
Það var mikið látið með mismæli Sigurðar Kára þegar hann eignaði flokknum sínum kvótann á landsfundinum. Það var neyðarleg uppákoma og talað um Freudian slip. Eigi það við um ummæli Jóhönnu mun fljótlega koma í ljós hvaða fámenni sérréttindahópur það er sem mun njóta forgangs í íslensku samfélagi á komandi mánuðum.
Stefnuræðuna í heild má heyra hér, ofangreind ummæli eru á 01:54.
![]() |
Áforma að flytja 38 mál á vorþinginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)