19.5.2009 | 15:01
Trúarjátning Samfylkingarinnar
"Ég met það svo að það sé meirihluti fyrir því að það verði farið í aðildarumsókn ..."
"Bara það að sækja um aðild tel ég að muni færa okkur í átt til stöðugleikans ..."
"... það eitt að sækja um held ég að muni strax styrkja okkur ..."
"... síðan fer hún til afgreiðslu í sérstakri Evrópunefnd, væntanlega, og fer svo til umsagnar ..."
Þetta eru nokkrar tilvitnanir í svör forsætisráðherra í fréttinni.
Stefnt er að því að afgreiða tillöguna á þessu þingi.
Ég held að ég meti það svo að væntanlega megi telja ...
Hér þarf enga fullvissu, bara efast aldrei um trúarjátningu Samfylkingarinnar:
Ég trúi á fyrningu kvótans, upptöku evru og e-ess-bjé. Amen!
![]() |
Þjóðin viti hvað er í boði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.5.2009 | 09:04
Read The Fucking Manual
Að setja Ísland inn í Evrópusambandið er eins og að reyna að spila DVD disk í gamla vídeótækinu: Það gengur ekki, þó tækið sé ágætt til síns brúks.
Read the fucking manual!
Hagkerfið, atvinnuhættir, fæðingartíðni, fólksfjöldaþróun, hagvaxtarmöguleikar, aldurssamsetning, atvinnuþátttaka, auðlindir, orkan, útflutningsgreinar, staðsetningin, fjarlægðin, fámennið ... það er ekki eitt, heldur næstum allt.
Ísland er DVD. Evrópusambandið er vídeótæki.
(Um RTFM)
![]() |
Hljótum að vinna saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |