Tvö lönd í stafrófsröð

Útþenslukommissarinn Olli Rehn er fastagestur í íslenskum fjölmiðlum.

Hann flytur okkur reglulega fréttir af því að Ísland sé velkomið í ESB. Stundum talar hann um "engar undanþágur" og stundum lýsir hann þessu sem keppni við Króatíu um að verða 28. ríkið í Evrópusambandinu.

Gordon BrownÍ þessari frétt upplýsir hann að báðum löndunum í biðröðinni verði raðað í stafrófsröð. Íslandi og Króatíu. Af því að Króatía sé Croatia á ensku muni það "komast fyrr inn" og sigra í keppninni um 28. sætið eftirsóknarverða. Croatia mun komast í mark árið 2011.

Til að halda okkur nú volgum segir hann að það sé "fræðilegur möguleiki" að bæði ríkin fái aðild sama dag. Olli Rehn er orðinn fyrirliði í víkingasveit hinnar nýju útrásar Íslendinga.

Gordon Brown, formaður bresku Samfylkingarinnar, er líka örugglega tilbúinn að hjálpa.

 


mbl.is Króatía á undan Íslandi í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrásarvíkingarnir - Part Two

Útrásin mikla var mærð, víkingarnir voru hetjurnar og fréttirnar voru vandaðar glansmyndir sem við trúðum. Flest okkar. Á endanum kom hið sanna í ljós. Gróðinn var bara plat og bankakerfið sprakk. Ævintýrið um Útrásarvíkingana endaði með ósköpum.


Útrásarvíkingarnir - Part Two


Nú er hafið nýtt ævintýri um aðra útrásarvíkinga.

Best beitanÍ gömlu útrásinni var stefnt á Oxford Street og Köben. Í dag er stefnt á Brussel.

Í gömlu útrásinni var söluvaran loftbólugróði. Í dag er fullveldið falboðið.

Í gömlu útrásinni létum við blekkjast af glansmyndum bankadólganna. Í dag er agnið galdramynt sem lætur skuldirnar hverfa.

Eins og í gömlu útrásinni ráða víkingarnir fjölmiðlunum nú. Rauðsól ehf var stofnuð strax í október til að tryggja Baugsmiðlana, sem nú agitera fyrir nýrri útrás. Nýir eigendur tóku við Mogganum, eftir milljarða afskriftir og ritstjórinn flaggar (bókstaflega) stuðningi sínum við hina nýju útrás.

Erum við tilbúin að falla fyrir sama bragðinu aftur?

Hin nýja glansmynd er engu sannari en bankaglansmyndin. Ef við látum blekkjast mun hin sanna mynd koma í ljós fyrir rest. Sprengingin verður ekki eins hávær og í október en skaðinn mun vara miklu lengur.


mbl.is Tillaga að fyrstu aðildarskrefunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband