13.5.2009 | 20:38
Óþolandi krata-lýðræði
Hvers vegna standa ESB-sinnar svona fast gegn lýðræðinu?
Já, hvers vegna? Er það skoðun Samfylkingarinnar að Íslendingar séu upp til hópa svo illa upplýstir og miklir kjánar að þeim sé ekki treystandi? Að þeir skilji ekki málið eins og "á" að skilja það og kunni ekki að kjósa "rétt"?
Það sem hin nýja ríkisstjórn ætlar að bjóða uppá á er krata-lýðræði; að leyfa almenningi að kjósa þegar Samfylkingunni hentar. Bara í lokin, þegar búið er að pakka málinu inn í evrópskar og pólitískar umbúðir.
Og kalla það svo lýðræði. Oj bara!
Þetta er lýðskrum af síðustu sort.
Kjósendur eiga heimtingu á að fá að vita um leikreglur Evrópusambandsins. Hvað innganga í sambandið þýðir - pólitískt. Hvaða vald yrði framselt, hver fengi það í hendur og hvernig væri farið með það. Nákvæma útlistun á því hvað breytingar á stjórnarskrá Íslands þýða og hvers vegna þær eru nauðsynlegar.
Fólk á fullan rétt á að fá upplýsingar sem ekki eru byggðar á upphrópunum og pólitískum hanaslag. Stefna eins flokks getur aldrei innihaldið stórasannleik. Borgarahreyfingin lagði til að hlutlaus nefnd tæki þær saman, setti í góðan, hlutlausan búning og dreifði til allra landsmanna. Það er prýðileg hugmynd hjá þeim.
Íslendingar eru bæði læsir og skrifandi.
Samfylkingin má koma í veg fyrir eðlilega umfjöllun um Evrópumálin með pólitískum þjösnagangi í krafti 29,8% fylgis. Treystum fólki til að meta þessar upplýsingar og kjósa svo í framhaldinu. Að hinn almenni kjósandi geti tekið upplýsta afstöðu til umsóknar um aðild að ESB. Kjósendur verða að fá að hafa áhrif á þetta stærsta mál í sögu lýðveldisins. Ekki bara með krata-lýðræði í lokin, heldur alveg frá byrjun.
Ef öruggur meirihluti segir JÁ hafa stjórnvöld fullt og óskorað umboð til að senda umsókn til Brussel og hefja aðildarviðræður og samningagerð af fullum krafti. Annars ekki. Það er alvöru lýðræði.
Burt með sýndarmennsku og lýðskrum.
Burt með krata-lýðræðið.
Það sem stjórnvöld ættu að gera í staðinn:
- Hætta að koma fram við kjósendur eins og þeir séu kjánar sem ekki er treystandi.
- Hætta að tala um inngöngu í ESB sem "hjálp" í efnahagsþrengingum.
- Hætta að segja "sjá-hvað-er-í-boði" eins og umsókn sé að máta buxur.
- Hætta að tala um ESB sem efnahagsbandalag og um inngöngu sem verslunarsamning.
- Hætta hræðsluáróðri um að "við-missum-annars-af-lestinni"
- Útskýra hvað aðildarviðræður eru; þ.e. hluti af umsóknarferli en ekki létt kaffispjall án skuldbindinga.
- Útskýra hvaða siðferðilegar og pólitískar skuldbindingar fylgja því að sækja um.
- Útskýra t.d. hvaða áhrif umsókn hefði á viðræðurnar við Kína og nýja samninginn við Kanada.
- Útskýra þann pólitíska samruna sem boðaður er í Lissabon samningnum.
- Treysta fólki til að kjósa um eigin velferð og framtíð.
Alvöru lýðræði takk fyrir - en ekki þetta skrum!
![]() |
Trúnaður ríkir um þingsályktunartillögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2009 | 16:55
Steingrímur J greindur ESB-jákvæður
Íslandsvinurinn Olli Rehn, útþenslukommissar ESB, birtist orðið reglulega í íslenskum fjölmiðlum. Ýmist til að hvetja Ísland til inngöngu eða til að útskýra að "engin frávik verði leyfð" frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins Nú segir hann að innganga okkar virkaði örvandi fyrir Norðmenn.
Eftir fréttum að dæma þarf ekki lengur að örva Steingrím Joð.
"Að sjálfsögðu geri ég það" sagði VG-formaðurinn, aðspurður um hvort hann greiddi atkvæði með tillögu um að Ísland sæki um aðild að ESB.
Katrín menntamálaráðherra upplýsti að "nokkrir liðsmenn Vinstri-grænna hefðu greinst ESB-jákvæðir", segir í frétt á amx.is. Formaðurinn er greinilega í hópi hinna sýktu. Dæmin sýna að þeir sem einu sinni sýkjast af ESB-veirunni læknast ekki svo glatt.Til hvers er lýðræðið?
VG fékk fjölmörg atkvæði út á andstöðu sína við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þó svo að "þjóðin eigi að fá að ráða" jafngildir það engan veginn því að VG greiði götu þeirra sem vilja byggja velferðarbrú til Brussel. Formaðurinn talaði skýrt á móti aðild fyrir kosningar. Hann talaði líka skýrt á móti í kosningasjónvarpinu. Núna segist hann "að sjálfsögðu" greiða atkvæði með umsókn um aðild Íslands að ESB.
Þó að mælskir menn og pennafærir geti pakkað vondum málstað í fallegar umbúðir breytist innihaldið ekki. Þetta eru svik við kjósendur flokksins. Hrein og klár. Þetta er afbökun á lýðræðinu.
Það minnsta sem VG getur gert er að ná því fram að kynna ESB almennilega hér á landi og leyfa fólki að sýna hug sinn í þjóðaratkvæði. Kjósa um hvort Íslendingar vilji að sótt sé um aðild. Viðhafa alvöru lýðræði, ekki þetta krata-lýðræðið að kjósa þegar Samfylkingunni hentar.
Get ég fengið að taka atkvæðið mitt til baka?
Leiðrétting:
Fréttin um ESB-sýkingu formanns Vinstri grænna, sem færslan var byggð á, reyndist á misskiningi byggð eins og fram kemur í athugasemdum hér að neðan.
Steingrímur J Sigfússon mun vera við hestaheilsu. Þeim flokksfélögum hans, sem glíma við Evrópusýkina, óska ég góðs bata.
![]() |
Hver veit nema ESB-umsókn frá Íslandi örvi Norðmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 14.5.2009 kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.5.2009 | 12:41
Gamall sófi, meiri bjór.
Aukið atvinnuleysi er einn af þeim þáttum sem leiðir af sér samdrátt í neyslu. Í Morgunkorninu, fréttabréfi Íslandsbanka, er í dag lítið súlurit sem sýnir breytingar á neyslu, en kaup á munaðarvöru hafa dregist mikið saman. Það er verslun í apríl sem er borin saman við sama mánuð í fyrra.
Sala á húsgögnum dregst saman um 56% og raftækjum um 41%. Hafa verður í huga að sala á húsgögnum, innréttingum og raftækjum jókst gríðarlega í góðærinu og var e.t.v. orðin óhófleg.
Fatakaup hafa minnkað um 26% og skóverslun um 18%. Það má reikna með að erlendir ferðamenn rétti aðeins hlut smásalanna í þessum vöruflokkum.
Sala á áfengi hefur hins vegar aukist um fáein prósent. Það er klárt að við sparkfíklar eigum hlut í því. Nú fara menn ekki svo glatt á völlinn í Englandi, heldur tylla sér á barstól og horfa á risaskjá.
Ef maður vill vera sannur Íslendingum um helgina situr maður í gamla sófanum, horfir á Eurovision á raðgreiddum flatskjá og sötrar íslenskan bjór.
![]() |
Atvinnuleysi mælist 9,1% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)