Fiskur er framandi auðlind í ESB

Berlusconi er leiðtogi eins af þeim 27 ríkjum sem Ísland þyrfti að semja við um inngöngu í Evrópusambandið. Hann er óneitanlega nokkuð sérstakur. Í Silfri Egils í gær var m.a. fjallað um aðildarumsókn og ferlið sem henni fylgir.

Það er of seint að byrja á heimavinnunni þegar sest er niður við samningaborðið.

Þetta sagði Auðunn Arnórsson stjórnmálafræðingur m.a. í Silfrinu, en hann telur að „mesta hættan" varðandi umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé að ekki náist niðurstaða í sjávarútvegi sem Íslendingar geti sætt sig við.

negotiationsÞetta skýrði Auðunn með því að það sé „framandi hugmynd fyrir flestum Evrópuþjóðum að það sé litið á fisk sem þjóðarauðlind." Sérstaða okkar hafi ekki verið kynnt og þar sem hún sé framandi sé ekki að vænta skilnings hinna 27 þjóða sambandsins. Afstaða þeirra geti orðið „ósveigjanleg" og erfitt að ná niðurstöðu.

Að venju var margt fróðlegt í Silfrinu. Andrés Jónsson, ráðgjafi og Samfylkingarmaður, sagði meðal annars: Menn hafa alltaf vitað og gengið útfrá, bæði í Evrópusambandinu og á Íslandi, að við myndum borga meira til sambandsins en við fengjum. En vegna stöðunnar núna myndum við e.t.v. "fá einhverjar góðgerðir" og þess vegna kannski ekki vitlaust að ganga inn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki það síðasta sem ölmusur eru notaðar sem rök fyrir inngöngu. Það er í takt við uppgjafarstefnu Samfylkingarinnar.


mbl.is Berlusconi Evrópu til skammar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verði ljós! Villuljós.

Fyrirsögnin er frábær. Umferðarljósunum var ekki bara stolið, heldur stolið aftur!

Tveimur umferðarljósum var í síðustu viku stolið af gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar í Reykjavík.

 

LjósaperaEiturtungur herma að það hafi verið rautt á öðru en grænt á hinu.

Annars vegar vistvæn sparpera sem sýnir vinstri grænt ljós. Það vísar veginn út um holt og hóla, sem liggur um Holtaveg.

Hins vegar sjálf Rauðsólin, villuljós Samfylkingarinnar, sem leiðir vegfarendur inn á Sæbraut. En þá leið þarf að fara til að nálgast sægreifa og taka af þeim kvóta.


mbl.is Umferðarljósum stolið aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímasprengja í farangrinum

Jóhanna boðaði "þjóðarsátt um stöðugleikasáttmála" þegar hún kynnti nýju ríkisstjórnina sína í Norræna húsinu. En hvað er stöðugleikasáttmáli? Orðið segir flestum ekkert, sem er í anda Samfylkingarinnar. Hún vill fá leyfi til að sækja um aðild að Evrópusambandinu án þess að kynna fyrir kjósendum hvað það er. Hún lofar "stöðugleikasáttmála" án þess að skýra hvað það þýðir.

Stöðugleikasáttmáli finnst ekki í Íslensku orðabókinni. Þar er orðið stöðugleiki skýrt það að vera stöðugur og orðið stöðugur þýðir samfelldur, óumbreytanlegur, sem varir lengi. Orðið sáttmáli er samningur, samkomulag, sætt.

Þjóðarsátt um stöðugleikasáttmála ætti því að þýða að þjóðin geri sátt um sætta sig við eitthvað sem varir lengi. Er óumbreytanlegt. Það á þó greinilega ekki við um fullveldi Íslands og forræði í eigin málum. Það á að flytja það úr landi með hraði. Uppgjafarstefna Samfylkingarinnar varð greinilega ofaná í glímunni í Norræna húsinu.

VG byrjar leikinn á því að skora sjálfsmark. Svíkja kjósendur sína á fyrsta degi. Láta samstarfsflokknum það eftir að sækja um aðild að Evrópusambandinu undir sjá-hvað-er-í-boði söngnum. Ekki kynna vandlega hvað ESB er og sækja lýðræðislegt umboð til kjósenda til þess að leggja inn umsókn. Tala um "bara viðræður" eins og aðildarviðræður séu kaffispjall án skuldbindinga og um inngöngu eins og hún sé ekki meira mál en fríverslunarsamningur.

ESB er stærsta málið sem Íslendingar hafa þurft að taka afstöðu til síðan lýðveldið var stofnað. Stjórnarflokkarnir eru ósammála um það svo það gæti hæglega sprengt stjórnina áður en kjörtímabilið er hálfnað. Þetta er tímasprengja í farangrinu.

Að afgreiða málið með hraði er út í hött. Fullkomið ábyrgðarleysi. Auðunn Arnórsson stjórnmálafræðingur sagði í Silfri Egils að það væri of seint að byrja heimavinnuna eftir að menn eru sestir að samningaborðinu. Daniel Gross hamraði á því í haust að umsókn í miðri kreppu margfaldaði líkurnar á að stjórnmálamenn semdu af sér. Samt á Samfylkingin sér þann draum stærstan að taka hraðlest til Brussel í miðri kreppu.

Það verður eitthvað að gera til að stoppa þetta fólk.

Hefur stjórnarandstaðan burði til þess?

 


mbl.is Ætla að treysta á andstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband