Hús Evrópu

Í húsi þínu, Evrópa
er engum hleypt í ræðustól
sem talar aðeins af viti


Til einskis
voru máttarstólpar þínir
settir í vorhreingerningu

Til einskis
voru ósannindin
skreytt að utan

Alltaf má þó treysta
dekurbörnum
til að styðja rangan málstað

með nýjum upphróunum.


Trúðar þínir, Evrópa
setja okkur reglur
í stað réttar.

Þeir sem láta öll orð
standa á haus
þykjast vera upphaf nýrra tíma.

Texti verka þeirra er fagmannlega samin
grafskrift.


Forstjórinn
situr með taminn hund
í garði sínum.


Nokkur erindi úr ljóðinu Hús Evrópu eftir Gunnar Dal, úr samnefndri ljóðabók.


mbl.is Getum valið úr öðrum kostum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband