"Er ekkert plan B?"

Jóhanna tekur af öll tvímæli, innganga í ESB það sem Samfylkingin snýst um. Á framboðsfundi RÚV komu spurningar frá áhorfendum. Ein þeirra var: "Eruð þið ekki með neitt plan B?"

Henni var beint til Samfylkingar. Hvað þeir ætluðu að gera ef aðrir vildu ekki fara í aðildarviðræður eða innganga í ESB væri ekki samþykkt af þjóðinni. Bankamálaráðherrann fyrrverandi rappaði svolítið um efnið og í ljós koma að Samfylkingin er ekki með neitt plan B. Eingöngu plan e-s-B.


Þetta kom líka vel í ljós á vinnustaðafundi í gær. Þá fékk minn vinnustaður tvo frambjóðendur S-lista í heimsókn í hádeginu. Ágætis fólk, bæði tvö. Frá því að þau heilsuðu og kynntu sig liðu 37 sekúndur þar til þau sögðu "... ganga í ESB og taka upp evru".

Mestur hluti fundartímans fór í að tala um ESB. Undir lokin náðu önnur mál loks að komst að. Það voru skuldir heimilana, greiðslubyrði lána og skjaldborgin sem sumir segjast ekki hafa séð. Þau ræddu við fundargesti um málið og svo kom lausnin: Við leysum þetta með vextina og verðtrygginguna með því að ganga í ESB og taka upp evru.

Það er auðvitað kostur í stöðunni að vera ekki með neitt plan B. Að standa bara og falla með bjargfastri trú sinni og vera í stjórnarandstöðu ef ekki vill betur. Það felst vissulega heiðarleiki í því.


mbl.is Til Evrópu með VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband