17.4.2009 | 14:56
Mynd segir meira en 1.000 orð
Í myndatexta með viðtengdri frétt stendur: "Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar Framkvæmdastjórnar ESB í Brussel."
Og hvaða fánar eru þetta? Bretlands, Danmerkur, Hollands, Grikklands, Póllands, Ítalíu, Þýskalands ... ?
Þeir eru, talið frá vinstri:
Fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB og fáni ESB.
Fánar hinna þjóðanna 14 sjást ekki á myndinni.
Þetta er í fullkomnu samræmi við hinar boðuðu breytingar í Lissabon samningnum: Að breyta ESB úr sambandi 27 sjálfstæðra ríkja í eitt sjálfstætt sambandsríki.
![]() |
5 sérálit nefndar um Evrópumál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)