Tvennar ESB kosningar eru nauðsyn

Nú hafa allir gömlu flokkarnir gefið út einhvers konar stefnu varðandi næstu skref í þrætunni endalausu um ESB. Tveir vilja hefja viðræður til að "sjá hvað er í boði" og leyfa svo þjóðinni að kjósa um samning. Tveir vilja láta kjósa um hvort farið verði í viðræður.

L-listinn er alfarið á móti viðræðum og inngöngu en Borgarahreyfingin tekur ekki beina afstöðu í þessu tiltekna máli.


Tvennar kosningar um ESB eru nauðsynlegar.

Sumir telja óþarft að kjósa tvisvar og að með því sé verið að tefja málið að óþörfu. Ef menn vilja setja stefnuna á ESB á annað borð þá eru tvennar kosningar góð stjórnsýsla og algjör nauðsyn.

Hvers vegna?

Vegna þess að til þess að fá samning þarf að fara í viðræður. Til þess að fara í viðræður þarf að sækja um aðild. Til að sækja um aðild þarf þjóðin að vilja ganga í sambandið og taka þátt í starfi þess. Að baki verða að vera heilindi.  

Umsókn er eitthvað sem ber að taka alvarlega. Ekki bara fá samning "til að sjá hvað er í boði"  eins og það sé ekki stærra mál en að máta buxur. Í umsókn felst yfirlýsing og skilaboð til annarra sambandsríkja. Stjórnmálamenn þurf að sækja umboð til kjósenda til að gefa slíka yfirlýsingu.

 

Kosningar #1
Fyrri kosningarnar eiga að snúast um umboð til að sækja um aðild og hefja viðræður. Eða hafna því. Samningsmarkið kæmu þá væntanlega fram líka.

Þessar kosningar geta farið fram snemma á næsta ári þegar ljóst er orðið hver örlög Lissabon samningsins verða. Á meðan óvissa ríkir um hann liggja ekki fyrir þær upplýsingar sem kjósendur eiga rétt á áður en þeir taka afstöðu.  

Kosningar #2
Síðari kosningarnar yrðu svo um samninginn sjálfan og samþykkt eða höfnun á aðild að Evrópusambandinu. Ef meirihlutinn segir já förum við í Evrópusambandið, annars ekki. Þannig virkar jú lýðræðið.

 

Þó er spurning hvort ekki þurfi að nota reglur ESB um aukinn meirihluta í máli sem er svo stórt að það felur í sér valdaframsal sem kallar á breytingu á stjórnarskrá.

 


mbl.is Þjóðin fái að skera úr um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband