9.2.2009 | 15:23
ESB ... og hvað svo?
Ef Diana Wallis vill í alvöru taka tillit til sérhagsmuna Íslendinga þá gerir hún það best með því að hætta að reyna að tæla okkur inn í Evrópuríkið. Hún var í viðtali við BBC í haust þar sem hún talaði um spillinguna á Evrópuþinginu sem "viðloðandi vandamál" og boðaði bætur á árinu 2009. Hún ætti að sinna því frekar en koma hingað og misnota kreppuástandið til að koma íslensku ríkisvaldi til Brussel.
Það er sorglegt hvernig einangrunarsinnar - þessir sem vilja einangra Ísland í Evrópusambandinu - hamra endalaust á "krónan-er-dauð" slagorðinu af því að það gengur í lýðinn. Bjóða upp á aðild sem "stefnu í peningamálum" og benda á hana sem leið út úr kreppunni! En að útskýra stjórnkerfi Evrópusambandsins er ekki líklegt til að afla trúboðinu fylgis, þó meiri þörf væri á þeim skýringum.
Enginn virðist vilja horfa fram fyrri nef sér og spyrja: En hvað svo? Hvað þegar kreppan er búin? Við vitum að hún tekur enda, en verðum við sátt innan ESB eftir 10 ár eða 15 ár? Það er ekki verið að tjalda til einnar nætur.
Ísland kemst ekki út úr kreppunni nema fyrir eigin vélarafli. Þó innganga geti hugsanlega stytt kreppuna um eitt ár er það léttvægt í hinu stóra samhengi. Afsal á fullveldi leiðir alltaf til tjóns og við verðum að horfa til hagsmuna komandi kynslóða.
Kreppan er tímabundin, en tjónið af inngöngu verður varanlegt.
![]() |
Tekið verði tillit til sérhagsmuna Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)