Með klofinn hjálm og rofinn skjöld

"Evran er skjöldur", segir yfirkommissarinn Barroso. Til að sanna það ber hann saman Írland og Ísland, í viðtali við Die Ziet.

Barroso er sérstakur karakter, forsetinn sem lætur sig dreyma um evrópskt heimsveldi. Eins og aðrir í pólitík þá velur hann sér dæmi sem hentar málstaðnum. Það gera þeir allir.

Það hefur örugglega ekki hvarflað að honum að bera saman Svíþjóð og Grikkland. Og enn síður Noreg og Spán. Evran hefði komið illa út úr þeim samanburði og ekki virkað sem burðugur skjöldur. Meira eins og tindáti með klofinn hjálm og rofinn skjöld.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvað Barroso segir um Írland í sumar og næsta haust þegar evran, skjöldurinn sjálfur, getur engu bjargað.


mbl.is Barroso: Evran er skjöldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband