3.2.2009 | 19:25
D-listi stærstur: Kemur ekki á óvart!
Gullfiskaminni og tregðulögmál eru fylgifiskar stjórnmálanna. Það kemur bara hreint ekkert á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn endurheimti fylgi sitt. Í færslu frá 4. janúar spáði ég því að það verði mynduð eins konar Nýsköpunarstjórn eftir kosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir. Ég ætla að halda mig við þá spá.
Þessi nýja könnun er ekki stór og um 40% eru óákveðnir, en hún gefur vísbendingar.
Ef Sjálfstæðiflokkurinn hefur kjark til að gera upp fortíðina með því að afneita frjálshyggjunni, skipta út forystumönnum og hverfa aftur til gamalla gilda, verður hann eini flokkurinn sem fær meira en 30% í kosningunum í apríl.
Just for the record - þessi spá er síður en svo byggð á óskhyggju. En það er með pólitíkina eins og veðrið, þó veðurfræðingur vilji spá sól og hita neyðist hann til að spá frosti og snjó ef forsendur standa til þess.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur stærstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)