Gordon Brown hafði sigur á Alþingi

Í gærkvöldi samþykkti Alþingi lög um skilyrðislausa uppgjöf fyrir Bretum og ESB í IceSave deilunni. Frumvarpið gekk út á það að skemma lögin sem sett voru í sumar. Að þurrka út lagaleg viðmið og veikja þau efnahagslegu. Allt til að þóknast Gordon Brown. Spellvirki gegn íslensku þjóðinni í boði Evrópusambandsins.

Að leggja slíkt frumvarp fram á Alþingi er nógu slæmt. En að 33 þingmenn skuli hafa greitt þessum ófögnuði atkvæði sitt er hrein og klár bilun.

"Annars verður hér frostavetur" sagði forsætisráðherrann Jóhanna. Má ég frekar biðja um frostavetur en þetta. Lögin eru ávísun á ísöld, sem skellur á af fullum þunga eftir sjö ára svikalogn. Já, það er núna fyrst sem IceSave byrjar!

Það er grunnskylda þingmanns að standa vörð um rétt og velferð þjóðarinnar. Þeir sem ekki treysta sér til þess eiga ekki að vera í stjórnmálum. Í gærkvöldi fyrirgerðu 33 þingmenn rétti sínum til að starfa í umboði þjóðarinnar.


Það á ekkert að vera sjálfsagðara en að Íslendingar greiði það sem þeim ber. En að sætta sig við afarkosti sem Bretar knúðu fram í krafti aflsmunar, beygja sig í duftið og ana út í óvissuna án þess að hafa fast land undir fótum, er hættuför sem á ekkert skylt við að standa við skuldbindingar. Þetta er sorgleg niðurstaða.

 


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamlegt hjá forsetanum

Auðvitað á Ólafur Ragnar að harðneita að skrifa undir uppgjöf ríkisstjórnarinnar fyrir Gordon Brown og Evrópusambandinu. Þjóðarinnar vegna. En líklega er það skynsamlegt hjá honum að bíða með að skrifa eða skrifa ekki undir, fram yfir áramótin.

Þó ekki væri nema bara af þeirri ástæðu að það minnkar líkurnar á að það sjóði uppúr og brjótist út róstur í kvöld og nótt þegar menn fá sér í glas til að kveðja gamla árið og fagna því nýja. Það er fyrirsjáanlegt að viðbrögðin verða mikil, hver sem ákvörðun forsetans verður.

 


mbl.is Forseti tekur sér frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband