Það sem kjósendur mega ekki vita

Hvort sem það eru rússneskir ólígarkar, amerískir auðjöfrar, kínverskir kommúnistar eða evrópskir embættismenn, alls staðar er spilling sjáanleg. Íslenska stjórnsýslan er því miður engin undantekning frá þessari reglu.

Spilling verður tæplega upprætt nema þar sem til staðar er opin stjórnsýsla, frelsi, jafnrétti og almenn mannréttindi. Hornsteinn alls þessa er lýðræðið sjálft, þar sem allir eiga jafnan rétt til að kjósa og að geta tekið upplýsta ákvörðun, byggða á traustum upplýsingum.

Þess vegna gildir sú góða regla innan Evrópusambandsins að Framkvæmdastjórn ESB er óheimilt að hafa afskipti af afgreiðslu einstakra aðildarríkja á samningum þess. Enda gengi slík íhlutun gegn lýðræðinu.

En það er ekki nóg að setja falleg orð á blað. Því miður varð Framkvæmdastjórn ESB uppvís að spillingu af þessu tagi á Írlandi 26. september þegar hún braut gegn reglum sambandsins og misnotaði almannafé til að dreifa ólöglegum áróðursbæklingi inn á írsk heimili. Þetta var fimm dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabon samninginn.

Á þetta var bent í færslu fyrir helgina. Hér er upptalning á nokkrum atriðum sem var vísvitandi gengið framhjá í hinum ólöglega áróðursbæklingi.

  • Ekki eitt orð um veigamestu breytinguna: Atkvæðavægi stóru ríkjanna er aukið verulega en dregið úr vægi þeirra minni. Vægi sex fjölmennustu ríkjanna fer úr 49% upp í rúm 70%. Atkvæðavægi hinna ríkjanna, sem eru 21 talsins, er núna 51% en lækkar niður í tæp 30%.
  • Hvergi er minnst á hvernig völd Brussel stjórnarinnar munu aukast við lögtöku samningsins þegar margir nýir málaflokkar færast frá aðildarríkjunum til ESB.
  • Ekki er sagt frá hinni nýju 290. gr. TFEU, sem gefur Brussel heimild til að auka eigin völd, án þess að sækja til þess lýðræðislegt umboð til kjósenda.
  • Ekki er útskýrt hvernig grein 217.7 TFEU heimilar Framkvæmdastjórn ESB að breyta alþjóðlegum samningum án þess að leita samþykkis kjörinna stjórnvalda í nokkru aðildarríki.
  • Ekki er nefnt að framvegis geta aðildarríki ekki tilnefnt fulltrúa í Framkvæmdastjórnina, aðeins gert tillögur. Breyting sem gerir yfirvaldið enn fjarlægara kjósendum. Í stað þess að valdið sé sótt til grasrótarinnar (bottom-up procedure) mun það koma að ofan (top-down procedure).
  • Ekki er minnst á nýjar klausur í greinum um samkeppni (113. gr. TEFU) og heimild til að leggja á ESB-skatt (311. gr. TEFU). Hins vegar er skrifað með glassúr að samningurinn " ... verndi rétt aðildarríkja, sérstaklega í viðkvæmum málaflokkum eins og um skatta og varnarmál".
  • Ekki er sagt frá nýjum ákvæðum um sameiginlegar varnir eða ákvæðum um að auka herstyrk aðildarríkja (42. gr. TEU).

Öllu þessu er haldið leyndu fyrir írskum kjósendum í bæklingnum vonda. Þegar stjórnvald getur búið til einhliða áróðursefni á kostnað skattgreiðenda eru menn komnir út fyrir öll velsæmismörk í því að lítilsvirða lýðræðið. Það gerði Framkvæmdastjórn ESB á Írlandi í september. Hefur Ísland styrk til að standa gegn pólitísku ofbeldi af þessu tagi?


TFEU = Treaty on the Functioning of the European Union (Rómarsáttmálinn)
TEU = Treaty on European Union (Maastricht samningurinn)
Hinn ólöglega áróðursbækling Framkvæmdastjórnar ESB má sjá hér
Erlenda umfjöllun um þessi makalausu lögbrot ESB er að finna hér

 


mbl.is Meirihlutinn telur spillingu ríkja í stjórnsýslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband