5.11.2009 | 17:50
"Two men say they are Jesus"
Þegar ég blaðaði í gegnum fréttir frá síðustu viku kom lína úr Dire Straits lagi upp í hugann. Nokkra af betri textum Marks Knopfler er að finna á plötunni Love Over Gold frá árinu 1982 og í einum þeirra kemur fyrir setningin:
Two men say they're Jesus - one of them must be wrong!
Lagið, sem heitir Industrial Disease, er um kreppu sem þá var í breskum framleiðsluiðnaði. Snjall textinn gæti átt við margt af því sem er að gerast núna. Í það minnsta kom þessi setning upp í huga minn þegar ég las fréttir af tveimur stjórnmálaleiðtogum.
Jóhanna Sigurðardóttir var sögð ein af valdamestu konum heimsins. Það felast mikil völd í því að sitja yfir stórasta gjaldþroti í heimi.
Angela Merkel, þykir líka valdamikil kona. Hún stýrir ríkisstjórn Þýskalands, sem er aflvél evrópska hagkerfisins.
Báða þessar konur vinna að sama marki. Að leiða þjóð sína út úr kreppunni. Báðar hafa þær fundið leiðina og kynnt þegnum sínum.
Ríkisstjórn Jóhönnu velur þá leið að hækka skatta og búa til nýja. Svo hart gengur hún fram að sumir gætu hrökklast frá (hér). Ríkisstjórn Merkel velur þá leið að lækka skatta (hér). Svo hart gengur hún fram að auðmenn biðja um að fá að borga meira.
Sama vandamálið. Gerólíkar lausnir. One of them must be wrong?
![]() |
Hver einstaklingur skuldar 6,3 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |