30.11.2009 | 16:51
Hið ljóta ljóta leyndarmál
Hvað er það sem við fáum ekki að vita um IceSave? Ég hef lengi haft það á tilfinningunni að það sé eitthvað í þessu máli sem þjóðin fær ekki að vita um. Eitthvert ljótt leyndarmál.
Fyrir fjórum vikum skrifaði ég þessa athugasemd:
Hvert leyndarmálið er veit ég ekki. Kannski það sama og fékk Steingrím til að taka U-beygju í IceSave og AGS, þó það hafi ekki dugað til að snúa Ögmundi. En þarna eru greinilega upplýsingar sem við óbreyttir kjósendur höfum ekki aðgang að.
Stundum þurfa tiltekin gögn að vera trúnaðarmál. Hér er hins vegar gefið í skyn að eitthvað stórt búi að baki þvingaðri afstöðu ráðherra þessu stórmáli. Eitthvað sem mun hafa áhrif á velferð allrar þjóðarinnar.
Kannski er til einhver "skynsamleg" skýring á því hvers vegna Steingrímur Joð snérist á einu augabragði í AGS og IceSave. Á einu augabragði. Einarður stuðningur Samfylkingarinnar hefur hins vegar ekkert með skynsemi að gera, heldur drauminn um að ryðja úr vegi hindrunum á velferðabrúnni til Brussel.
Það er tæplaga ásættanlegt ef ráðherra stígur í ræðustól á Alþingi og fer með hálfkveðnar vísur. Gefur í skyn að okkur standi ógn af einhverju sem enginn má vita hvað er. Nú þarf Steingrímur að útskýra málið.
![]() |
Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)