1.11.2009 | 13:17
Fá þeir kosningarétt 53 ára?
Ekkert er mikilvægara fyrir stjórnmálastéttina í Brussel en að fá frið fyrir kjósendum. Hún rær nú að því öllum árum að koma í veg fyrir að þegnarnir fái að kjósa um stjórnarskrána. Það yrði meiriháttar áfall fyrir ESB ef það neyddist til að efna til lýðræðislegra kosninga.
Þetta er algjört einsdæmi í veraldarsögunni; að þegnum lýðræðisríkja sé meinað að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá. Það er líka einsdæmi að stjórnarskrá sé vísvitandi gerð almenningi óskiljanleg.
Mesta hættan" virðist liðin hjá. Embættismenn féllust á skilyrði forseta Tékklands fyrir undirritun Lissabon stjórnarskrárinnar. Nú er þeim mikið í mun að fullgilda hana áður en þingkosningar fara fram í Bretlandi. Annars gæti farið svo að bresku þjóðinni verði leyft að kjósa um hana. Það er "slys" sem Brusselvaldið vill koma í veg fyrir með öllum ráðum.
---------- ---------- ---------- ---------- ----------
"No one under the age of 52 has ever had a say
on this important evolution and it's about time we did."
Lorraine Mullally, framkvæmdastjóri Open Europe
---------- ---------- ---------- ---------- ----------
Bretar gengu í Efnahagsbandalag Evrópu árið 1973 að undangengnum kosningum. Síðan þá hefur mikið breyst. Efnahagsbandalagið (EBE) vék 1992 fyrir Evrópusambandinu (ESB) og pólitískur samruni jókst með tilheyrandi valdaframsali. Nú hefur breska stjórnin samþykkt stjórnarskrá ESB án þess að bera það undir þjóð sína.
Í Bretlandi hefur ekki verið kosið um Evrópumálin síðan 1975. Það þýðir að þeir sem eru yngri en 52 ára hafa aldrei fengið neitt um þau að segja. Ekki fengið að tjá sig um ESB, sem í dag hefur meira vald yfir daglegu lífi þeirra en breska þingið.
Nú eygja breskir kjósendur von um að fá að greiða atkvæði um stjórnarskrána á næsta ári. En það er veik von, mjög veik von. Líklega mun stjórnmálastéttin í Brussel hafa betur og ná að koma í veg fyrir framgang lýðræðisins.
Með Lissabon stjórnarskránni tryggir Brusselvaldið sér endanlega frið fyrir kjósendum og ólíklegt að Bretar, eða aðrir þegnar Evrópuríkisins, fái nokkurn tímann að segja skoðun sína á neinu sem máli skiptir. Kerfiskarlarnir sjá fram á fullnaðarsigur yfir lýðræðinu, því miður.
Það er eðlilegt að almenningur treysti ekki slíku stjórnvaldi.
![]() |
Treysta ekki AGS og ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)