ESB setur nýtt met

Vaclav Klaus reynir enn að spyrna við fótum, en hann hefur aldrei dregið dul á andúð sína á ólýðræðislegum vinnubrögðum innan ESB, þar sem 495 milljónir íbúa í 26 löndum fá ekki einu sinni að kjósa um sjálfa stjórnarskrána. Klaus á hrós skilið fyrir andóf sitt.

Með stjórnarskránni frá Lissabon verður sett nýtt met í valdatilfærslu. Þá mun löggjafarvald í 105 málaflokkum flytjast frá þjóðþingum aðildarríkja ESB til Brussel. Hér er meðal annars um að ræða utanríkismál, öryggismál, viðskipti, varnarmál, dómsmál og efnahagsmál. Aldrei fyrr hefur svo mikil valdatilfærsla átt sér stað í einu, innan ESB eða forvera þess.

European Union

Þótt fulltrúar allra þjóðanna eigi sæti í Ráðherraráðinu og líka (ennþá) í Framkvæmdastjórninni er það engan veginn sambærilegt við lagasetningu einstakra þjóðþinga.

Með tilfærslu valds til yfirþjóðlegrar stjórnar rofnar tengingin milli kjósenda og þeirra sem fara með löggjafarvaldið. Tengin sem á að vera grundvöllur lýðræðisins. Það er því um leið verið að skerða sjálft lýðræðið.

Til viðbótar er neitunarvald (veto-ákvæði) fellt niður í mörgum málaflokkum og atkvæðavægi innan Ráðherraráðsins breytt, fámennum ríkjum í óhag. Það er vandséð hvaða áhrif Ísland, með 0,064% vægi, hefði á mótun eigin mála í Nýja ESB. Vonandi að Klaus gangi sem allra best að tala máli lýðræðisins. Því skýrari mynd sem umræðan gefur af ESB, því minni líkur eru á að Ísland villist þarna inn.

 


mbl.is Vill fyrirvara í Lissabon-sáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband