Þarf ESB-undanþágu fyrir slátur?

Það má vissulega hafa lúmskt gaman af regluverki möppudýranna frá Brussel. Aðlögunarreglur úr ESB samningi Möltu eru samt settar fram hér til fróðleiks eingöngu. Til að draga fram hvernig ESB býr til reglur um allt sem hugsast getur og meira til. Malta varð fyrir valinu vegna (furðu)fréttar um 77 undanþágur.


Maltnesk vín samkvæmt ESB-stöðlum
Malta á sér langa hefð í víngerð og eru Ġellewża (rautt) og Ghirgentina (hvítt) eins konar þjóðardrykkir. Um þetta segja bruggreglur ESB.

Malta may until 31 December 2008 maintain the minimum natural alcoholic strength of wine produced from the indigenous vine varieties Ġellewża and Ghirgentina at 8% vol. with an allowable increase in natural alcoholic strength (enrichment) not exceeding 3% vol.


ESB-búr fyrir varphænur
Malta fékk tvö ár til að tryggja að allar varphænur í landinu verptu í ESB-búrum. Svona er aðlögunarreglan:

Until 31 December 2006, 12 establishments in Malta may maintain in service existing cages not meeting the minimum requirements for minor construction elements (height and floor slope only), provided that the cages are at least 36 cm high over at least 65% of the cage area and not less than 33 cm high at any point and have a floor slope not greater than 16%.


Tollar af metravöru (og drengjaföt)
Malta fékk fimm ár til að aðlaga tolla af metravöru ESB reglum í þremur áföngum. Tiltekið er hversu margir fermetrar af ull, denim og öðrum vefnaði fellur þar undir. Síðan eru þessi skilyrði sett:

provided that the goods in question are used in the territory of Malta for the production of men's and boys' outerwear (not knitted or crocheted), and remain under customs supervision pursuant to the relevant Community provisions on end-use ...

Hvers vegna eingöngu karlmanns og drengjaföt, veit ég ekki. Eða hvers vegna "outerwear" veit ég ekki heldur. En það skal hafa strangt eftirlit með vörunni, þetta finnst mér meiriháttar:

The Commission and the competent Maltese authorities shall take whatever measures are needed to ensure that the goods in question are used for the production of men's and boys' outerwear (not knitted or crocheted) in the territory of Malta.


Þarf Ísland undanþágu fyrir slátur?
Reglur sem Malta undirgengst um vínbruggun, sem byggist á aldalangri hefð, virka á mig eins og ef Íslandi yrði gefinn 5 ára aðlögunartími til að hætta að borða svið. Reglur um harðfisk gætu orðið spennandi. Síðan fengjum við þrjú ár til að læra að sauma sláturkeppi með ESB-nálum.

Og auðvitað fylgdu nákvæmar leiðbeiningar (á íslensku?)

Nálin skal vera 5,4 cm að lengd og vísa upp um 45° þegar keppurinn er þræddur. Munið að snúa ávallt í norður þegar saumað er! Óheimilt er að taka slátur nema með nýklipptar neglur. ESB-naglaklippur fást í næsta apóteki.

Ísland þarf eina og aðeins eina undanþágu: Undanþágu frá ESB.


PS: Í tilvitnunum eru númer á reglugerðum og tilvísanir í lagagreinar teknar út til að gera textann læsilegri.


Bloggfærslur 30. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband