Allir Íslendingar vilja evruna

Pressan.is birtir niðurstöður úr könnun sem sýnir að 24% Íslendinga vill ganga í ESB og taka upp evru. Heldur fleiri (26%) vilja óbreytta skipan og halda í krónuna, rúmur fimmtungur gefur svarið "veit ekki" og aðrir vilja taka einhliða upp erlendan gjaldmiðil, ýmist evruna eða einhvern annan.

skífurit_pressunnar

Samkvæmt ESB-aðferð við túlkun svara vilja Íslendingar, allir sem einn, taka upp evruna. Einn Finni heimtar það líka. ESB-aðferðin gengur útá að telja aðeins svör þeirra sem segja já. Þar er aldrei tekið mark á öðrum en þeim sem svara rétt.

Ekki var spurt um inngöngu í ESB í könnuninni. Niðurstöður sýna að allir Íslendingar vilja leggja niður lýðræðið og ganga tafarlaust í sambandið, ef eingöngu er tekið mark á þeim sem segja já (eða neita að svara). Hinir verða spurðir aftur. Og aftur. Og aftur. Og aftur.

Með evrunni væri hægt að leggja niður gjaldeyrisvarnir og losna við gjaldeyrisskort. Það kæmi bara eitthvað annað og verra í staðinn (lausafjárkreppa) en fólk fengi í það minnsta atvinnuleysisbæturnar greiddar í evrum, á meðan þær endast.

 


mbl.is Tímabært að hefja afnám hafta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband