AGS stuðlar að vændi og mansali

Mansalsmálið vindur upp á sig og verður ljótara eftir því sem fleiri fréttist berast. Nú er talað um skipulagða glæpahópa með tengsl erlendis. Fórnarlambið, sem fjallað var um í fréttum, er 19 ára stúlka frá Litháen. Nokkrir hafa stöðu grunaðs manns í málinu.

Slavery_3Í þessari færslu AGS notað sem skammstöfun fyrir Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, en ekki fyrir Alþjóðleg glæpasamtök, þó það nafn væri meira við hæfi.


Fátækt, vonleysi, örbyrgð og sár neyð eru algengustu þættirnir sem leiða til þess örþrifaráðs sem vændi er. Þar eru ungar konur í miklum meirihluta þó karlar séu vissulega neyddir inn á þessa braut líka. Það er ekki hægt að flokka það sem glæp, þegar neyðin rekur einstakling til slíkra úrræða, en mansal er alltaf glæpsamlegt. Stundum misnota menn vonleysi fórnarlamba sinna, gera þeim falstilboð og hneppa síðan í þrældóm.

Michael Hudson rekur í viðtali (hér) hvernig AGS kemur að málum í Lettlandi. Þar dældu sænskir bankar út undirmálslánum og stærðu sig af því. Þeir fengu svo góða bónusa strákarnir. Samkvæmt frásögn Hudsons höfðu þeir engar áhyggjur af því þótt lánin fengjust ekki endurgreidd. Ef allt færi í þrot kæmi AGS til skjalanna. Þeir myndu lána Lettum og sjá svo til þess að gálausir lánadrottnar fengju allt sitt. Senda síðan reikninginn á lettneska skattgreiðendur.

Slavery_2Þetta var rétt spá hjá þeim sænsku. Núna slá AGS og ESB skjalborg um peningana. ESB er á móti því að Lettar felli gengið til að bæta stöðu útflutningsgreinanna, því það myndi trufla ERM ferlið og upptöku evrunnar. Til að standa í skilum þurfa Lettar að fara út í blóðugan niðurskurð. Þar er búið að loka 29 sjúkrahúsum og 100 grunnskólum. Atvinnuleysið eykst og fátæktin líka. Þjónustan versnar, launin lækka og lífskjör skerðast dag frá degi. Allt í nafni fjármagnsins.

AGS er alveg nákvæmlega sama um fólk og líðan þess. Bara ná niður fjárlagahalla og tryggja að peningamenn fái sitt. Allt sitt. Fók er bara tölur í augum möppudýranna, sem vinna eftir kerfi sem er galið og hefur hvergi virkað. AGS sér um að handrukka lýðinn og passa kröfur fjármagnseigenda, sem oftast eru stórir og alþjóðlegir.

AGS vinnur að því dag og nótt að skapa jarðveg fyrir mannlegar hörmungar. Búa til fjandsamlegt umhverfi þar sem vonleysið á öruggan aðgang. Með aðgerðum sínum er AGS beinlínis að stuðla að vændi og mansali.

Slavery_1Við getum haldið áfram að hneykslast á mannsali og tala gegn vændi. Það er hægt að koma einum og einum krimma bak við lás og slá og líka hægt að bjarga fórnarlömbum úr vítahringnum. En það er bara dropi í hafið. Á meðan ekki er ráðist að rót vandans verður hann ekki leystur. Það koma bara nýir glæpamenn og nýtt fólk þarf að grípa til örþrifaráða.


Á Íslandi
er þessi sami handrukkari að störfum og notar sömu reglur, þó ekki sé gengið jafn langt. Ekki ennþá. Fái þeir að ganga fram af sömu hörku og í Eystrasaltslöndunum verður þess ekki langt að bíða að ekki þurfi að flytja inn konur í neyð. Jarðvegur hörmunganna verður þá til hér og vændið heimafengið. Þetta virðist kannski fjarlægt í augnablikinu, en það var það líka í Lettlandi fyrir nokkrum mánuðum.

 


mbl.is Margir glæpahópar með erlend tengsl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband