21.10.2009 | 18:31
Michael Hudson talar upphátt
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sér um að handrukka fleiri en Íslendinga. Á föstudaginn var Michael Hudson í viðtali í þættinum On The Edge og gefur AGS ekki fallega einkunn. Íslendingar ættu að hlusta á þetta viðtal, sem innlegg í umræðuna. Innlegg frá manni sem þekkir til á Íslandi og er ekki flæktur í flokkspólitískan hráskinnaleik. Hudson hefur m.a. verið gestur í Silfri Egils og skrifað greinar um stöðuna á Íslandi.
Viðtalið er í tveimur stuttum bútum. Sá fyrri (hér) er um framgöngu sænskra banka í Lettlandi, sem nú stunda miskunnarlausa innheimtu með aðstoð ESB og AGS. Afleiðingarnar eru hreint hörmulegar fyrir óbreyttan almenning, eins og Fréttaaukinn á RÚV gerði ágæt skil nýverið.
Seinni hlutinn er á meðfygjandi klippu. Fyrst klárar Hudson Lettland en síðan (1:45) kemur umfjöllun um Ísland. Takið eftir hvað Hudson segir um Gordon Brown og einnig hvernig spurningin um Ísland er orðuð (er á 0:40 þótt svarið komi mínútu síðar). Hudson talar líka um verðtrygginguna, sem eykur á vanda almennings hér, en mest er fjallað um heildarmyndina.
Þeir sem enn trúa því að við fáum aðstoð frá AGS ættu að hlusta vel. Þeir sem enn trúa því að það sé eitthvert réttlæti í IceSave samningunum ættu að hlusta enn betur. Þeir sem virkilega halda að innganga í Evrópusambandið bæti eitthvað ættu að hlusta líka.
![]() |
Lán AGS tilbúið í lok október |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |