Hin meðvirka Jóka Steingarms

 

 - Hvað segir maður við konu sem er með glóðarauga á báðum?

 - Ekkert!  Það er búð að ræða við hana.


Þessi gamli brandari er löðrandi í karlrembu og hallærislegur eftir því. Samt kemur hann upp í hugann þegar fylgst er með IceSave.

Mr. Brown er búinn að tukta heimilisstýruna íslensku svo rækilega að hún er með glóðarauga á báðum. Af ótta við kúgarann hefur hún ákveðið að ganga með sólgleraugu, fela áverkana og láta sem allt sé í himnalagi. Meðvirkni er það víst kallað.

Eins og vill gerast með meðvirka er leitað að réttlætingu. Síendurteknar áminningar um "að hrunið sé hinum flokkunum að kenna" er birtingarmynd þess. Fullyrðingin er rétt. En í blindri afneitun telur hin meðvirka Jóka Steingarms að það eigi ekki að skamma hana þótt hún klúðri líka. Ef hún beygi sig undir afarkosti og vonda lausn sé það líka hinum að kenna.

Ríkisstjórn Íslands er meðvirkt fórnarlamb sem haltrar áfram, studd af Holta-Þóri. Hún er lurkum lamin og með sólgleraugu. Það er búið að ræða við hana.


PS:
Fyrir þá sem misstu af Spaugstofunni þá er nafnið "Steingarmur" fengið þaðan.

 


mbl.is Fjárlagaagi verður erfiður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband