1.10.2009 | 13:01
Elvítis Sokking Bokk
En við viljum vera í samfélagi þjóðanna. Við stöndum frammi fyrir því að við viljum ekki einangrast.
Þessi "röksemdarfærsla" fyrir því að leggja IceSave drápsklyfjar á íslensk börn fer að verða svolítið þreytandi. Í hverri viku berast fréttir af erlendum fjárfestum sem vilja koma til Íslands, það er nú öll einangrunin. Þeir koma frá Noregi, Kína, USA, Japan og Kanada. Þeir vilja reka banka, álver, skurðstofu, tæknifyrirtæki, gagnaver og fleira. Svo eru (óstaðfestar) fréttir af norskum framsóknarflokki sem vill galopna lánalínur til Íslands, hvað sem úr verður.
Allt er þetta án tillits til þess hvort Samfylkingunni takist að leggja drápsklyfjar á íslensk börn og dæma þau til fátæktar. Enginn þessarra fjárfesta er að spá í IceSave eða bíða eftir lausn á því ljóta dæmi. Þeim er slétt sama um þetta IceSave.
Hinn einbeitti vilji Samfylkingarinnar til að stórskaða þjóðina byggist á einu og aðeins einu: Draumnum um að einangra Ísland innan tollamúra ESB. "Annars munum við einangrast".
Ögmundur þurfti kjark til að segja af sér af prinsippástæðum. Og kjarkinn hafði hann. En Samfylkinguna skortir kjark til að standa með þjóð sinni, auk þess sem hún er þjökuð af ESB blindu. Þess vegna gengur hún erinda Breta, Hollendinga og ESB í IceSave deilunni.
Framganga fulltrú bresku ríkisstjórnarinnar í gær gefur ríka ástæðu til að ætla að í nýja Evrópuríkinu (sem grunnur verður lagður að á morgun) munu þeir stóru fara sínu fram í krafti aflsmunar. Ef svo heldur fram sem horfir mun ESB árátta íslenskra krata eiga eftir að reynast þjóðinni ansi dýrkeypt.
![]() |
Ekki sanngirni að við borgum, en... |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |