9.1.2009 | 17:12
Ísland er ekki áhrifalaust utan ESB
Fréttagáttin í morgun vísaði á viðtengda frétt með "Ísland yrði ekki áhrifalaust innan ESB". Er það ástæða fyrir inngöngu? Að vera "ekki áhrifalaus"? Áhrifalaus í hverju? Og áhrif á hvað? En Ísland er ekki áhrifalaust utan ESB heldur. (Fréttagáttin breytti fyrirsögn sinni til samræmis við Mbl.)
Í viðtalinu er rætt við fastafulltrúa Letta í ESB. Hann telur stærsta ávinning Letta vera aðild að innri markaðnum, sem Ísland hefur haft í einn og hálfan áratug. Þetta hlýtur að hafa skipt máli fyrir Letta og nágrannaþjóðir þeirra til að komast í sterkara samband við vesturlönd eftir fall Sovétríkjanna. Aðstæður þjóða eru svo mismunandi. Síðan segir lettneski fastafulltrúinn:
Það er ekkert leyndarmál að lítil ríki þurfa að hafa meira fyrir því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
Bretar knúðu fram endurgreiðslur og breytingar í krafti stærðar sinnar. Frakkar knúðu fram Luxemburgar málamiðlunina í krafti stærðar sinnar. Sérstaða Íslands yrði veruleg í stórum málaflokkum, bæði fiskveiðum sem nú lúta Brusselstjórn og í orkumálum sem færast undir Brussel innan tíðar. Ísland myndi aldrei geta knúið neitt fram í krafti stærðar sinnar.
Inngangsorðin í þessari frétt er hollt að lesa tvisvar.
Ísland sem smæsta ríki ESB gæti augljóslega ekki hafa mikil áhrif á stefnu Evrópusambandsins. Það er þó ekki þar með sagt að Ísland hefði engin áhrif. Reynsla smáríkja er sú að þau geta haft umtalsverð áhrif í afmörkuðum málaflokkum, vandi þau vel til verka.
"Það er þó ekki þar með sagt að Ísland hefði engin áhrif." Það er svo uppörvandi að vita það.
Framsal á ríkisvaldi mun alltaf leiða til tjóns. Hjá því er ekki hægt að komast, sama hvernig menn reyna að gylla myndina. Ísland er búið að prófa það einu sinni og óþarfi að brenna sig á því aftur.
![]() |
Öryggiskennd með aðild að ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2009 | 12:34
NEI NEI NEI. Þetta getur ekki verið!
Atvinnuleysi á Spáni er nú hið mesta í 13 ár en þrjár milljónir Spánverja eru nú án vinnu, tæp 14% vinnuafls. Atvinnuleysi á evrusvæðinu er hvergi meira.
Atvinnuleysi hefur undanfarið aukist alls staðar á evrusvæðinu en hvergi þó jafn mikið og á Spáni þar sem það hefur nær tvöfaldast á örfáum mánuðum.
Evran, þetta töframeðal sem á að lækna öll okkar mein. Það getur ekki verið að hún verji ekki Spán fyrir kreppunni. Þar getur ekki verið 14% atvinnuleysi, tvöfalt meira en á Íslandi sem situr uppi með ónýta krónu og er í dýpri kreppu.
Hvað á RÚV við með "hefur nær tvöfaldast"? Eru þeir að gefa í skyn að það hafi verið meira en 7% atvinnuleysi í kreppulausu Evrulandi?
Í lokin kemur svo það sem líklega átti bara að vera fréttin:
Álframleiðandinn Alcoa hefur tilkynnt að 13.000 og 500 starfsmönnum verði sagt upp og jafnframt verði verksmiðju á Norðaustur - Spáni lokað.
Ég veit ekki hvers vegna 13.500 er skrifað í tveimur tölum. Fréttin öll er hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2009 | 08:54
Kyngirðu?
Opnaðu munninn og segðu A!
Í skeiðinni er bölvuð ólyfjan, en sætuefni stráð yfir. Rétt eins og Mary Poppins setti sykur á meðalið til að blekkja það ofaní börnin ... in a most delightful way. Til að byrja með virðist mixtúran skaðlaus en þegar frá líður fara einkennin að koma í ljós. Ef þú kyngir.
Okkur er sagt að mixtúran innihaldi nauðsynleg vítamín: Áhrif á stefnumótun, þátttaka í samfélagi þjóðanna, nýr gjaldmiðill, lýðræði, heilbrigðir stjórnarhættir og jafnvel aukið fullveldi. Hún gengur undir nafninu ESB, mixtúran.
En það sem sýnist gull er í reynd gaddavír.
Fjörefnin eru bara sætar Smarties pillur. Áhrif á stefnumótun hverfandi og við erum þegar fullgildir þátttakendur í samfélagi þjóðanna þó við göngum ekki í klúbbinn. Gjaldmiðillinn er tálbeitan til að blekkja okkur inn, villuljós. Lýðræðið á lítið pláss og stjórnað er að hætti stjórnmálastéttarinnar. Fullveldið er framselt í hendur henni.
Stundum þurfa menn að kyngja stoltinu en það á enginn að þurf að kyngja hverju sem er. Ekki þessu. Bara það að hafa mynd af Baroso með frétt um ESB gerir sambandið fráhrindandi.
Mary Poppins er bara ævintýri, það getur enginn flogið á regnhlíf í alvörunni eða reddað málum með því að smella fingri. Það er heldur ekki til alvöru Poppins-taska sem inniheldur allt sem okkur vanhagar um. Það er allt í plati.
![]() |
Kom á óvart hvað framkvæmdastjórnin er lítil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |