8.1.2009 | 19:06
Sjáið þið ekki heildarmyndina strákar?
Þessi frétt væri fyndin í Spaugstofunni. Hún væri næstum því sniðug ef það væri 1. apríl. En það er 8. janúar og fréttin er í Mogganum.
Listamaðurinn Ólafur Elíasson fer á kostum í Mogganum. Hann segir að íslensk þjóð hafa lengi saknað tónlistarhúss og nú sé það loksins að verða að veruleika. "... en þá eru allir svo uppteknir af því að leysa fjárhagsvanda þjóðarinnar að þeir hafa glatað sýn á heildarmyndina."
Ótrúlegt hvað við erum einfaldir og lummó alltaf, við Íslendingar. Að burðast við að leysa fjárhagsvanda þjóðarinnar, núna í miðri kreppunni, þegar okkur vantar tónlistarhöll með risavaxinni glerskreytingu eftir Ólaf Elíasson.
![]() |
Reynt að leysa mál Tónlistarhúss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.1.2009 | 12:18
Svo mælir stækkunarkommissar ESB
Olli Rehn er stjórnmálahagfræðingur og starfar sem stækkunarkommissar í ríkisstjórn ESB. Það er fróðlegt að rýna í svör hans í Moggaspjallinu.
Jafnvel þótt ákveðnar aðferðir hafi virkað í einu ríki þá duga þær ekki endilega í öðru.
Rehn er að tala um aðferðir Finna við að glíma við kreppuna á tíunda áratugnum. Þær grundvölluðust á því að verða hluti af "pólitísku samráði ESB" eins og hann orðar það, og að taka upp evru.
Václav Klaus, sem tók við forsæti í Evrópusambandinu núna um áramótin, talar á svipuðum nótum um evruna. Hann dregur stórlega í efa að einn pólitískur gjaldmiðill geti þjónað hlutverki sínu þegar hagsmunir fjölmargra ólíkra hagkerfa togast á.
Síðan segir stækkunarkommissarinn finnski:
En jafnvel Finnland á enn við erfiðleika að glíma og maður skyldi ekki vanmeta þá.
Einum og hálfum áratug eftir að Finnar meðtóku evrópska fagnaðarerindið eiga þeir í umtalsverðum erfiðleikum. En hann Olli Ilmari Rehn nefndi ekki tölur um atvinnuleysi í heimalandi sínu það sem af er þessari öld, enda myndi það spilla myndinni af sæludögum í Evrópuríkinu.
Þessi sami Olli Rehn vill tæla Ísland inn í Evrópuríkið, enda er það vinnan hans. Hann er stækkunarráðherra. Athyglisvert, þegar maður hugsar út í það, að í ríkisstjórn ESB skuli vera sérstakt stækkunarráðuneyti.
![]() |
Getur Ísland dregið lærdóm af finnsku leiðinni? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)