30.1.2009 | 20:39
Who the fuck is Sigmundur Davíð?
Nýlega var einhver Sigmundur Davíð kjörinn formaður í klúbbi úti í bæ. Núna er þessi formaður orðinn valdamesti maðurinn við myndun ríkisstjórnar. Hann hefur aldrei verið í pólitík, aldrei boðið sig fram og aldrei verið kosinn. Það hefur enginn valið hann til að gera neitt.
Hann er ekki á þingi fyrir flokk sem ætlar ekki að vera í ríkisstjórn og ekki í stjórnarandstöðu. Samt ræður hann ferðinni. Þessi maður, sem hefur ekki umboð til að gera neitt, getur ráðið miklu um næstu framtíð þjóðarinnar.
Hann ræður hvort mynduð verður rauðgræn stjórn.
Hann ræður hvenær kosið verður í vor.
Hann ræður hvort hvalir verði veiddir.
Hann ræður hvaða leið ný stjórn fer í efnahagsmálum.
Hann ræður hvort samin verði ný stjórnarskrá!
Hvað varð um lýðræðið?
Á Nýja Íslandi skal lýðræðið í hávegum haft. Virðing Alþingis skal endurreist. Stjórnmálamenn eiga að vera heiðarlegir og vinna í þágu þjóðarinnar. Þetta var greinilega óraunhæfur draumur. Í staðinn fáum við gamaldags sukk af sömu tegund og Framsókn bauð upp á í borgarstjórninni. Lýðræðið er afskræmt eina ferðina enn.
Það eru allir tilbúnir að selja sálu sína. Hún kostar einn stól. Meira að segja VG ljáir máls á "að liðka fyrir" því að draga Ísland inn í ESB. Mönnum er greinilega ekkert heilagt þegar pólitík og völd eru annars vegar.
Ég sé eftir að hafa staðið á Austurvelli alla þessa laugardaga.
![]() |
Telur forsendur fyrir stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)