3.1.2009 | 20:50
Er "þjóðin" svartsýn eða bara borgararnir?
Þó ég tilheyri þeim 67% sem telja að fjárhagurinn verði þrengri á árinu 2009 en því nýliðna er það samt ekki það sem veldur mestri svartsýni. Heldur er það óttinn við að Ísland stígi fyrsta skrefið í átt að inngöngu í ESB. Þetta Mary Poppins trikk, sem við eigum að samþykkja sem efnahagsreddingu, en gæti reynst ávísun á fátækt.
Ummæli ársins voru þið eruð ekki þjóðin" og þetta er engin vitleysa. Ef Evrópudraumur ráðherrans rætist verður þetta einmitt raunin. Ef rýnt er í þær fjölmörgu breytingar sem leiða af Lissabon samningnum má m.a. finna eina örsmá sem lætur lítið yfir sér, en er samt svo lýsandi:
The Euroepean Parliament shall be composed of representatives of the Union's citizens.
Í skýringum: EP shall represent the "citizens" instead of the "peoples"
Nú skal skilgreina þingmenn sem fulltrúa borgaranna" í Evrópuríkinu en ekki þjóðanna" sem mynda það. Þetta er í takt við það sem á undan er gengið, öll umgjörð miðast við að sambandið verði eitt ríki.
Það má því setja þið eruð ekki þjóðin" í evrópskt samhengi. Ef Ísland verður innlimað í Evrópuríkið verðum við ekki þjóð í augum nýju valdhafanna. Í staðinn verðum við borgarar" í Evrópuríkinu; 0,064% af þegnum 18 manna ríkisstjórnar í Brussel. Utanríkisráðherra var ekkert að bulla, bara með hugann við sína ógnvekjandi framtíðarsýn.
Það er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu. Að innlimun í Evrópuríkið þýði að atvinnuleysi sé komið til að vera. Að upptaka evru, eða binding við hana á þessum tímapunkti, sé hættuleg breyting sem gæti fært okkur úr öskunni í eldinn. Þá á svartsýni eftir að verða enn meiri ... og varanleg.
![]() |
Íslendingar aldrei verið svartsýnni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 5.1.2009 kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)