Þetta hefur ekki heppnast nógu vel hjá Mogganum

Það er gott framtak hjá Mbl að taka á máli málanna. Alls staðar eru menn að tjá sig um Evrópusambandið og gjaldmiðlamál og því vel til fundið að hafa vandaða kynningu. Birtar hafa verið margar greinar um efnið en því miður virðist sem þessi kynningarherferð hafi misst marks.

Það er of mikið að ætla að gera 12 efnisflokkum góð skil á 12 dögum.

Við flestar fréttir sem birtar eru á Mbl.is má sjá bloggfærslur, stundum í tugavís. Það heyrir hins vegar til undantekninga ef einhver skrifar blogg við ESB fréttir úr þessu kynningarátaki. Ástæðan er fyrst og fremst að þær "týnast" í sérstökum ESB flipa í valmynd efst á síðunni. Þær sem rata inn í almennar eða innlendar fréttir eru settar þar eldsnemma á morgnana og eru svo horfnar af fyrstu skjámynd þegar almennar morgunfréttir eru birtar.

Reyndar eru sumar ESB fréttanna þannig að þær mega alveg hverfa en aðrar eru mjög fínar og eiga ekki síður erindi til lesenda en fréttir af hálku, mótmælum og rafmagnsleysi.

Það voru til að mynda birtar átta fréttir/greinar um stjórnkerfi og stofnanir ESB og sex um orku og auðlindir. Ég leyfi mér að efast um að þær hafi fengið mikinn lestur.

Vonandi að Mbl.is hugsi þetta aðeins upp á nýtt. Láti duga tvo efnisflokka á viku í staðinn fyrir einn á dag. Þetta eru upplýsingar sem margir leita eftir en lítið gagn í þeim ef þær "týnast" eða fara framhjá lesendum. Svo mætti leggja aðeins meiri vinnu í sumar greinanna.


Ertu nú alveg viss um?

Ekki ætla ég að draga í efa að þær upplýsingar sem fram koma í fréttinni séu réttar. Líka má benda á þetta viðtal um raforkulög, reglur um eignarhald og þau ákvæði sem gilda samkvæmt Rómarsáttmálanum. Það sem mér finnst vanta er að rýnt sé í breytingar sem Lissabon samningurinn veldur og reynt að útskýra þær.

Með honum verða miklar breytingar á samningum sambandsins. Til dæmis breytast fyrstu 27 greinar Maastricht samningsins. Ein þeirra leiðir til þess að löggjöf á sviði orkumála verður færð til stjórnarinnar í Brussel.

Maastricht samningurinn
Eftir Lissabon breytingar mun löggjöf á sviði orkumála falla undir Brusselstjórnina, það sem kallað er „shared competence" (sjá  staflið (i) í 4. tölulið 2. greinar Maastricht samningsins).

Skýringar Evrópuþingmanna á „shared competence" í þessu tilviki eru að landslög víki fyrir lagasetningu ESB og verði ógild (Union law suppresses national competence). Það er snúið að átta sig á hvaða áhrif þetta mun hafa á orkumál á Íslandi, enda engin smáatriði tilgreind í samningnum sjálfum.

Rómarsáttmálinn
Aðal greinin um orkumál er sú 194.  Fyrsti töluliður varðar öryggi, framboð, umhverfisvernd, orkusparnað og fleiri þætti. Í 2. tölulið þeirrar greinar segir m.a.:

Such measures shall not affect a Member State's right to determine the conditions for exploiting its energy resources, its choice between different energy sources and the general structure of its energy supply, without prejudice to Article 192(2)(C).

Hvorki viðbót við 122. grein Rómarsáttmálans né breytingin á grein 194 virðast hafa í för með sér breytingar sem gætu reynst íslenskum hagsmunum óhagkvæmar. Aðrar breytingar í samningum og bókunum varða aðallega kjarnorku.

Löggjöfin
Reikna má með að löggjöf taki fyrst og fremst mið af orkumálum á meginlandi Evrópu, orkunetinu þar og framleiðsluháttum. Þeir eru ólíkir þeim íslensku þar sem notaðar nær eingöngu endurnýjanlegar auðlindir; fallvatn og jarðhiti.

Íslenskir fræðimenn á sviði löggjafar og Evrópumála verða að taka upp stækkunarglerið og rýna vandlega í hvað tilfærslan á löggjafarvaldinu til Brussel þýðir. Orkuauðlindirnar munu mala gull á komandi áratugum og skipta miklu um velferð komandi kynslóða Íslendinga.

Það skiptir miklu máli að ganga vandlega úr skugga um að ekki leynist „IceSave gildra" í smáa letrinu.

What the large print giveth, the small print taketh away!


mbl.is Aðild að ESB hefði lítil áhrif á auðlindir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband