Möppudýragarður

Þegar pælt er í gegnum texta um ESB er það hreinasta torf á köflum. Áður en maður veit af er maður búinn að fótbrjóta sig í kjaftinum. Hér er til gamans listi yfir helstu stofnanir og stöður innan þeirra, samninga, reglur og embætti.

Ef þú vilt æfa þig fyrir "heimanámið" sem framundan er vegna kynningar á ESB er það ágætis byrjun að sjá hve marga af þessum liðum þú þekkir. Veistu hver er hlutverkaskiptingin á milli commission, counsil og parlament? Veistu hvað allt þetta er á íslensku? Eða hvað er til af aðgengilegu efni á íslensku um Evrópusambandið? 

  • European Union (EU)
    European Community
    Common Foreign and Security Policy (CFSP)
    Police and Judicial Co-operation in Criminal Matters (PJC)
    European Parliament
    European Counsil
    European Commission
    Charter of Fundamental Rights
    European Constitution
    The Laeken declaration
    Berlin Declaration
    Ioannina Compromise
    Single European Act
    Common Foreign and Security Policy (CFSP)
    Copenhagen Criteria
    Schengen Agreement
    Treaty establishing the European Community (TEC, Rome)
    Treaty on the Functioning of the European Union (TFEU)
    Treaty of Amsterdam
    Treaty of Nice
    Treaty on European Union (TEU, Maastricht)
    Treaty of Lisbon (Reform Treaty)
    Treaty on the Functioning of the European Union
    Commission of the European Communities
    The European Convention
    Action Committee for European Democracy (ACED)
    Intergovernmental Conference (IGC)
    European Convention on Human Rights
    Western European Union (WEU)
    European Defence Agency
    Eurozone
    Europol
    Eurojust
    President of the European Union
    President of the European Commission
    Vice-President of the Commission
    High Representative for Foreign Affairs
    Representative for Foreign Affairs and Security Policy
    High Representative of the Union for Foreign Affairs and Security Policy
    European Commissioner for External Relations and European Neighbourhood Policy
    Union Foreign Minister
    EU Council's Presidency
    President-in-Office of the European Council
    Presidency of the Council of the European Union
    Secretary-General of the Council
    European Central Bank
    European Court of Justice
    European Defence Agency
    Court of Justice of the European Communities
    European Court of Human Rights
    Area of Freedom, Security and Justice (AFSJ)
    Court of First Instance

Á listanum er ekkert um efnisþætti eins og vöruflutninga, fiskveiðistefnu, samkeppnisreglur og menningu svo dæmi séu tekin. Það að ganga í ESB snýst um margt annað en nýjan gjaldmiðil. Umræðan þarf að fara að snúast meira um þá þætti.

 


Nýtt félag: HOLLVINIR KRÓNUNNAR

seðlar_gamlirMín fyrstu laun voru 7 krónur og 50 aurar fyrir að selja nokkur blöð fyrir Halldór gamla á bókasafninu. Þá fékk ég bæði rauðan fimm króna seðil og túkall. Þennan stóra. Líka tvo 25 aura peninga, enda var 50 aurinn ekki kominn þá.

Þetta var áður en Evrópusambandið bannaði börnum að selja merki. Svo seldi ég merki á sjómannadaginn og fékk mikla peninga. Flottast var að fá 25 króna seðil af því að það var mynd af Ísafirði á framhliðinni. Vestmannaeyjar voru á bakhlið.

Það var ekki lítið spennandi þegar fyrsti 5.000 króna seðillinn kom, ég fékk einn svoleiðis í fermingargjöf. Álkrónan kom en stoppaði stutt, hún hvarf þegar núllin tvö voru klippt burt. Það voru líka seðlar sem gerðu stuttan stans, græni 500 kallinn með Hannesi Hafstein og Kjarvals seðill upp á 2.000 krónur. Það kom aldrei aftur 5 króna seðill. En við fengum rauðan 500 króna seðill, sem er notaður í dag.

Blessuð Krónan okkar. Hún á sér fáa vildarmenn þessa dagana og ef hrakspár ganga eftir skilja leiðir þjóðar og Krónu áður en langt um líður.

seðlar_sjaldgAldrei hefur Krónan gengið gegnum jafn erfiða tíma og síðustu misseri. Vondir menn hafa farið illa með hana. Fjárglæframenn, vopnaðir afleiðum, vafningum og glæpsamlegri græðgi, hafa svívirt hana með misgjörðum sínum. Þeim dettur ekki í hug að biðjast afsökunar eða sýna iðrun heldur kenna þeir Krónunni um glæpinn. Nema hvað? Samt er hún bara gjaldmiðill en var aldrei starfsmaður í seðlabanka eða fjármálaeftirliti.

Nú er blessuð Krónan svo grátt leikin að hún þykir ekki boðleg lengur fyrir smjörgreidda glæpamenn á stuttbuxum og því þarf að skipta henni út. Drengirnir þurfa nýtt leikfang og heimta evru, sem er bæði útlensk og sexý. Þess vegna segja þeir okkur að krónan sé dauð. Það er ekki hægt að nota hana í neitt nema kannski til að kaupa lýsi og slátur. Þeir bíða líka færis á að sparka fjallkonunni og deita Evu.  

seðlar_nyirÉg legg til að stofnað verði nýtt félag: HOLLVINIR KRÓNUNNAR. Menn geta þá gengið í félagið hver á sínum forsendum; sumir til að fylgja Krónunni til grafar og aðrir bara út á rómantíkina. Kannski finnast líka ennþá menn sem trúa að Krónan sé ekki dauð og vilja standa vörð um heiður hennar. Væri ekki fésbókin ágætis vettvangur?


Túkall

 


Bloggfærslur 7. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband