Sakamenn í stjórn ESB

Ræðumenn á Austurvelli í dag ræddu m.a. um hvernig stjórnkerfi við viljum sjá í framtíðinni. Sumir líta á Evrópusambandið sem lausn á krísunni og því ekki úr vegi að kíkja aðeins á það.

Sú ríkisstjórn (EU commission) sem tók við völdum í ESB 22. nóvember 2004 er býsna sérstök. Forseti hennar er José Manuel Barroso frá Portúgal og kjörtímabilið er fimm ár.

Aðeins ríkisstjórnin getur fram lagafrumvörp. Hún hefur á hendi framkvæmdavaldið og margþætt eftirlitshlutverk. Ráðherrar (commisars) taka að sér hver sinn málaflokk (ráðuneyti). Hér má sjá stjórn Barrosos.

Meðal ráðherra í ríkisstjórn Barrosos eru:

Jacques Barrot (FRA) samgöngumál. Árið 2000 fékk hann 8 mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir aðild að fjársvikamáli og var bannað að gegna opinberu embætti í tvö ár. Tók engu að síður við embætti samgönguráðherra Evrópu 2004.

Siim Kallas (EIS) mál yfirstjórnar og endurskoðun. Fyrrum meðlimum í Kommúnistaflokki Sovétríkjanna, sem lenti í „tæknilegum vandamálum með fjármál sín" eftir fall Sovétríkjanna. Hann var fundinn sekur um að veita rangar upplýsingar og hindra framgang réttvísinnar. Hann sér m.a. um varnir gegn fjársvikum!!!

Lázló Kovács (UNG) skatta- og tollamál.Harðlínu kommúnisti með vafasama fortíð sem sérlegur vinur Janos Kadars, fyrrum einræðisherra í Ungverjalandi. Stjórnarhættir hans samræmast ekki reglum og viðteknu gildismati í Evrópu.

Peter Mendelson (BRE) viðskiptamál.Á ferli sínum hefur hann tvisvar verið rekinn úr bresku stjórninni en fékk ráðherrastól í ESB. (Mendelson hefur nú látið af embætti.)

Neelie Kroes (HOL) samkeppnismál.Í Hollandi kölluð „Nickel Neelie" og orkaði skipan hennar tvímælis vegna tengsla við stórfyrirtæki og ætlaðrar þátttöku í vafasamri vopnasölu. Samlandi hennar, Evrópuþingmaðurinn Paul van Buitenen hefur ítrekað ásakað hana um að veita Evrópuþinginu rangar upplýsingar.

Frá því að stjórn Barrosos tók við hefur það aldrei gerst að greidd hafi verið atkvæði um frumvörp innan stjórnarinnar áður en þau eru send Evrópuþinginu til afgreiðslu. Skipta þau samt þúsundum í 32 aðskildum málaflokkum.

Skyldi Ingibjörg Sólrún ætla að útskýra stjórnkerfi Evrópuríkisins fyrir íslenskum kjósendum áður en hún lætur innlima Ísland í það? Eða upplýsa þá um hvar hið raunverulega vald liggur og hvernig lýðræðinu er úthýst?


mbl.is „Friðsamleg og málefnaleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum við að klappa núna?

Þá er því lokið. Laun lækkuð til að sýna lit af því að stjórnina skortir styrk til að setja embættismenn og ráðherra til hliðar fyrir að sofa á vaktinni. Svo á næsta ári verður hluti af forréttindum í eftirlaunum afnuminn líka. Það tók óratíma að komast að hálfgildings niðurstöðu.

En er ekki hægt að ýta þessum málum til hliðar núna? Snúa sér að því sem skiptir máli fyrir almenning:

Að koma í veg fyrir gjaldþrot heimilanna.

Að halda fyrirtækjum gangandi sem skapa atvinnu og gjaldeyristekjur.

Að finna ráð til að sporna gegn auknu atvinnuleysi.

Að koma í veg fyrir að Ingibjörg Sólrún láti innlima Ísland í Evrópuríkið.


mbl.is Laun ráðamanna lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband