20.12.2008 | 15:44
MÓTMÆLIN: Mörg, mörg þúsund manns
Í dag er laugardagur, dagur til að mótmæla. Klukkan þrjú mættu Íslendingar, þúsundum og aftur þúsundum saman í Kringluna og Smáralind. Nýjustu tölur af Korputorgi hafa ekki borist.
Þar versluðu menn við Baug og komu við í Next og Noa Noa til að redda jólagjöf í leiðinni.
Það voru líka nokkur hundruð manns sem gáfu Vísakortunum smá pásu. Gáfu sér tíma til að standa í þögulli mótmælastöðu, ellefu mínútur á Austurvelli.
Vonum að það verði lokað vegna vörutalningar á þriðja í jólum.
![]() |
Þögul mótmæli á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.12.2008 | 11:35
... og hættum svo að ljúga!!!
Það er síðasta setningin í fréttinni sem kveikir vonir; að Samfylkingin haldi áfram að hlaupast brott frá kosningaloforðunum sínum. Bandormurinn sem núna er til umræðu er bara smámál í samanburði við kosningaloforðið sem ætlunin er að efna á nýju ári: Að koma þjóðinni inn í ESB.
Það er sannarlega röng forgangsröðun í leit að lausn á kreppunni. Það er meiri ástæða til að hafa áhyggjur af því en bandorminum, þó mikilvægur sé.
Sannleikurinn er sagna bestur. Í stuttu ávarpi hér fyrir neðan (frá 2007) talar einn þingmaður á Evrópuþinginu fyrir því að sannleikurinn fái að ráða för. Að útskýrt sé heiðarlega fyrir fólki í Evrópu hvað ESB er og því síðan leyft að kjósa um Lissabon samninginn í þjóðaratkvæði í öllum aðildarríkjum.
Nokkur atriði úr ræðunni:
- Frekar en að segja fólki um hvað ESB snýst, því ekki snúa þessu við og hlusta á fólkið?
- Hlustum á Frakka og Hollendinga (sem felldu fyrri Stjórnarskrána 2005).
- Því ekki þjóðaratkvæði í öllum aðildarríkjum um Lissabon samninginn?
- Nei, það mun aldrei gerast því stjórnmálastéttin" ræður för.
- Pólitíkusar frá Rúmeníu flytja valdið frá Bucarest til Brussel og 10-20 falda launin sín. Það er ástæðan fyrir því að stjórnmálamenn í A-Evrópu vildu ganga í ESB. Það snýst allt um peninga.
- Evrópusambandið muni aldrei virka, því það er miðstýrt, það skortir lýðræði og mun aldrei njóta stuðnings þegnanna.
- Við verðum að segja fólki meira um hvað Evrópusambandið er.
- Var það úthugsuð taktík hjá Framkvæmdastjórninni að ráða hóp af leiðinlegu fólki, sem talar stofnanamál sem fáir í Brussel skilja, hvað þá almenningur?
- Hverfum aftur til tíma Jacques Delores og segjum Evrópubúum satt. ESB snýst um tilraun til að byggja heimsveldi. Nýtt ríki sem heitir Evrópa.
- Ef fólk vissi meira um hvað ESB snýst myndi það kannski styðja það frekar. Kannski. Það hélt Jacques Cirac og sendi Stjórnarskrá Evrópu inn á hvert heimili í Frakklandi. Innan viku hafði andstaðan aukist um 10 prósentustig í könnunum.
- Förum út meðal fólksins, segjum þeim sannleikann og látum fólkið ákveða hvort framtíð þeirra á að vera í þessu stóra fjölþjóðaríki, eða hvort það vill frekar halda í einkenni sín og endurheimta lýðræðið.
Varla þarf að taka fram að þessi tillaga fékk ekki hljómgrunn. Innan ESB er lítið pláss fyrir sannleikann og enn minna fyrir lýðræði. Fyrir óheppni þurfti að bera samninginn undir þjóðaratkvæði á Írlandi þar sem hann var felldur.
En ESB mun ná að þröngva hinni nýju stjórnarskrá upp á þegna ESB.
Þegar hún tekur gildi verður skipuð 18 manna ríkisstjórn (EU Commission) sem er ekki kjörin í beinum lýðræðislegum kosningum. Það verður stofnað embætti forseta Evrópu og forseti verður ekki kjörinn í beinum lýðræðislegum kosningum. Það verður líka ein utanríkisstefna og einn utanríkisráðherra fyrir öll ríkin. Hann verður ekki heldur kjörinn í lýðræðislegum kosningum. Stjórnmálastéttin" mun stýra Evrópuríkinu.
Vonum bara að Samfylkingunni takist ekki að efna loforð sitt og gera Ísland að hluta af þessari tilraun til að skapa heimsveldi.
![]() |
Röng forgangsröðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)