Ég fékk jólakveðju frá Fjármálaeftirlitinu

Þetta líka stóra jólakort. Á því stendur "Þökkum góð samskipti á árinu sem er að líða".

Ég man ekki eftir að hafa haft samskipti við FME, ekki neitt umfram hinn almenna Íslending sem treysti embættinu til að standa vaktina. Með meðvitund.

Það gerðu þeir ekki og ég tapaði rúmum 30 prósentum af sparnaðinum. Það finnst mér ekki góð samskipti. En gott að vita að þeir hugsa hlýtt til mín.

FMEjol

Og kortið er bara næstum því huggulegt. Ég óska FME gleðilegra jóla og fullrar meðvitundar á nýju ári.


Bloggfærslur 19. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband