You ain't seen no-no-nothin' yet

Frasi ársins hlýtur að vera You ain't seen nothin' yet.

Kanadísku rokkhundarnir í Bachman Turner Overdrive sungu lag með þessu nafni árið sem ég fermdist. Það varð alveg rosalega vinsælt. Það er á lista sem eitt besta "stam-lag" rokksögunnar. Mig minnir að My Generation með The Who hafi líka verið á þeim lista.

Það er við hæfi að rifja það upp núna þegar ríkisstjórnin gerir enn eina tilraunina til að afnema eftirlaunalögin. Það er ekki lítið sem er búið að stama á þeim.

Skyldi það hafast í kvöld? Að a-a-afnema e-e-e-eftirlaunaósómann?

Þessi flippútgáfa er ekki með BTO sjálfum, en fín samt.


mbl.is Eftirlaun rædd á þingi í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

700 evru kynslóðin

Mótmælin í Grikklandi snúast ekki lengur um morðið á Alexandros. Og þau beinast ekki eingöngu að grísku ríkisstjórninni. Nú er talað um unga fólkið í Grikklandi sem 700-evru kynslóðina vega þess hve framtíðarhorfur eru daprar.

Í þessari færslu frá því í fyrradag má sjá stutta sjónvarpsfrétt þar sem fram kemur að óánægjan með ESB vegur þungt og að evran kann að reynast Grikkjum fótakefli. Við ættum að fylgjast vel með gangi mála áður en við ákveðum að skríða inn í Evrópuríkið.

Það er ekki langt síðan bent var á Írland, Spán og Grikkland sem "sönnun" fyrir ágæti ESB. Það fjarar hratt undan sönnunargögnunum núna.


mbl.is Átök í miðborg Aþenu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dr. Gunni, Hannes Hólmsteinn og IMF

Um daginn fletti ég í gegnum Fréttablaðið og staldraði við fyrirsögnina "Hár í piparosti". Það var Dr. Gunni sem skrifaði um neytendamál. Maður hefur varla lesið um annað en bankahrun, gjaldþrot, verðbólgu, eignamissi og atvinnuleysi. Svo kom hárið í piparostinum.

Ég reyndi, án árangurs, að rifja upp hvenær ástandið var svo hversdagslegt að hár í piparosti hefði verði tekið fyrir í fréttatíma. Eða Kastljósi. Í öllu saman óðagotinu er ákveðin hvíld í að lesa neytendafréttir Dr. Gunna. Eins og að losna við stein úr skónum.

Í gær dúkkaði svo Hannes Hólmsteinn upp með nýja færslu á blogginu. Yfirleitt verða greinar hans hráefni í skoðanaskipti, stundum deilur. En meira að segja hann fann sinn piparost. Færslan er um hversu margir ungir námsmenn settust á skólabekk í Moskvu árið 1930-og-eitthvað. Ekkert um bankahrun eða Davíð eða fjölmiðlalög eða hryðjuverkalög.
Eina niðurstaða greinarinnar er að 15+4+2+3-1=23. Sem er alveg rétt.

Auðvitað eiga bloggarar að halda áfram að benda á vanhæfa skilanefndarmenn og óeðlileg hagsmunatengsl og reka alla Tryggvana úr bönkunum, en það er líka nauðsynlegt að fá léttmeti með í bland.

Það er gott að IMF áætlunin gangi vel. Mér skilst líka að Britney sé að íhuga að láta minnka á sér brjóstin og Carrey ku vera hættur að nota prozac.


mbl.is Áætlunin gengur vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband