Allir þingmenn þurfa að taka próf

"Veistu, ég bara veit ekki nógu mikið um þetta" svaraði þingmaðurinn og bað kollega sinn að svara fyrir sig. Fundargestur út í sal var að spyrja um ESB og evruna. Samt var þessi sami þingmaður ekki í minnsta vafa um stuðning sinn við inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

Þetta á að banna!

Í þessari frétt er sagt frá að umsækjendur þurfi að standast íslenskupróf til að fá íslenskan ríkisborgararétt. Það er sjálfsagt að þingmenn þurfi að standast Evrópupróf til að geta sótt um ríkisborgararétt fyrir alla íslensku þjóðina í Evrópuríkinu.

Þingmenn verða að setja sér reglur og ákveða að allir gangist undir próf. Prófið á hvorki að vera smásmugulegt né kvikindislegt. Kannski 100 spurningar um grundvallaratriði; stjórnkerfið, valdið, myntbandalagið, hlutverk þjóðþinga og meginlínur í stefnu sambandsins í fáeinum málum sem helst varða Ísland. Þetta er bara lágmarkskrafa.

  • Það á enginn þingmaður að fá að stíga í ræðustól Alþingis í umræðum um ESB nema að hafa fengið minnst 6,0 á prófinu.
  • Það á enginn þingmaður að fá að greiða atkvæði um neitt varðandi aðild Íslands að ESB nema að hafa fengið minnst 8,5 á prófinu.

Þetta er svo stórt mál að það verður að gera auknar kröfur um þekkingu þingmanna á málinu. Það má ekki fara með þetta eins og verið sé að greiða atkvæði um framleiðslu á áburði, vörugjald af nagladekkjum eða götuljós á Hellisheiði.

Þetta er mál sem snertir alla Íslendinga um fyrirsjáanlega framtíð.


mbl.is Formaðurinn með stálhnefann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sukk eða bara löglegt svínarí?

Sú var tíðin að þegar menn keyptu sér eignir þá þurftu þeir að borga fyrir þær. Í byrjun þessarar aldar fundu íslenskir viðskiptajöfrar leið til að komast hjá því. Þeir keyptu fyrirtæki og létu fyrirtækin sjálf, sem keypt voru, greiða kaupverðið í gegnum eignalausa samruna. Með því að hengja skuldir utan á fyrirtækin með samruna eftir kaupin, setja þau síðan á markað og selja hlutina í þeim til lífeyrissjóða og almennings á enn hærra verði en keypt hafði verið á, þrátt fyrir skuld setninguna, gátu forvígismennirnir skapað sér miklar tekjur.

Þannig hefst grein sem birtist í Tíund, fréttablaði ríkisskattstjóra, sem kom út í gær. Hún ber yfirskriftina "Skuldsettar yfirtökur og öfugur samruni". Þar er lýst kúnstum og klækjum þeim sem útrásarvíkingar og aðrir viðskiptajöfrar hafa viðhaft til að skapa sér gróða.

Viðskiptavild


Myndin sýnir brot af töflu sem fylgir greininni

Greininni fylgir tafla sem sýnir heildareignir og viðskiptavild 20 valinna fyrirtækja og hvernig þær hafa þróast 2003 til 2007. Þar á meðal eru bankarnir þrír og helstu útrásarfyrirtækin. Sem dæmi þá hækkaði viðskiptavild Actavis úr 21 milljarði í 358 milljarða á þessu tímabili.

Þetta er mögnuð lesning, svo ekki sé meira sagt. Seinna í greininni segir þetta:

Til þess samt að láta ekki sjást hvernig skerðingin á eigin fé vegna skuldsetningarinnar fer með efnahagsreikning A færa menn upp eign sem þeir kalla viðskiptavild í ársreikningnum á móti skuldunum ...

... Eftir þetta er A tilbúið til sölumeðferðar og hægt að skrá það á markaði sem álitlegan fjárfestingarvalkost á gengi sem er kannski mun hærra en gengið sem upphaflega var keypt á þrátt fyrir skuldsetninguna.

Þessu fylgir síðan dæmi þar sem hinn nýi eigandi selur 70% af hlutabréfum sínum í félaginu, sem hann eignaðist með öfugum samruna, fyrir tæplega 8 sinnum hærri fjárhæð en hann þurfti að greiða fyrir þau úr eigin vasa.

„Hvað fór úrskeiðis í regluverkinu?" heitir næsti kafli greinarinnar. Í leitinni að svari við þeirri spurningu eru dregin fram þrjú sjónarhorn; reikningsskil, eftirlitsþátturinn og skattaleg sjónarmið. Vilji men kynna sér málið nánar mæli ég eindregið með lestri þessarar greinar (tengill neðst).

Í beinskeittum lokaorðum eru dregnir saman helstu punktar. Ég leyfi mér að enda þessa færslu á að birta þrjár stuttar klausur úr lokaorðunum.

Hér að framan hefur verið lýst a.m.k. einu af þeim fyrirbærum sem hafa blásið út efnahagsreikninga bankanna og fyrirtækjanna í landinu á síðustu árum. Fyrir þessa uppfinningu hafa menn fengið bæði mikið lof og há laun. Til að hægt væri að koma þessu í kring þurfti greiðan aðgang að lánsfé og þeir sem það fengu voru tilbúnir að greiða bönkunum háar fjárhæðir fyrir aðstoðina sem þeir veittu við að búa ný félög til sölu á markaði.

Nauðsynlegt er að koma böndum á þann stjórnlausa glannaskap sem skuldsettu yfirtökurnar og samruninn hafa verið og aðrar sambærilegar ráðstafanir eins og t.d. hjá fasteignafélögum. Bæta þarf lög um hlutafélög, skilgreina hvar eftirlitið liggur, tryggja að reikningsskil fyrirtækjanna hafi eðlilegt jarðsamband og búa þannig um hnútana að endurskoðendur þori að stíga til jarðar í návist viðskiptavina sinna án þess að þurfa að óttast um að það fækki í kúnnahópnum við það.

Við þurfum að tryggja að við skiptalíf framtíðarinnar þrífist ekki á blekkingum og að sýndarveruleiki nái ekki tökum á stjórnendum þess.

Greinina alla er hægt að lesa á bls. 9-12 í þessu blaði.
(Undirstikanir og feitletranir eru mínar)


En Ísland? Hvar er Ísland?

Ástralía, Bandaríkin, Brasilía, Bretland, Chile, Danmörk, Erítrea, Frakkland, Holland, Írak, Írland, Ítalía, Kanada, Kosta Ríka, Króatía, Nýja Sjáland, Púertó Ríkó, Rúmenía, Serbía, Singapúr, Síngapúr, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tæland, Úrúgvæ, Venesúela.

Á augnabliki er hægt að finna reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur í öllum þessum löndum á netinu. Bara googla "Referendum". Á listann vantar bæði Ísland og Evrópusambandið.

Í Danmörku dugir að 1/3 hluti þingmanna kerfjist þjóðaratkvæðis. Væri sú regla hér dygði 21 þingmann og það væri sterkt aðhald fyrir stórnvöld.

Á Íslandi eru bara þrjár ástæður gefnar fyrir þjóðaratkvæði í stjórnarskránni. Það er ef forseti synjar um undirskrift laga, ef forseta er vikið frá og ef breyting er gerð á kirkjuskipan.

Í Evrópusambandinu eru menn ekkert mikið gefnir fyrir þjóðaratkvæði. Það pirrar þá bara þegar lýðræðið þvælist fyrir. Eftir að Stjórnarskrá Evrópu var felld með þjóðaratkvæðagreiðslum í Hollandi og Frakklandi var hún endurútgefin sem "Samningur" (kenndur við Lissabon). Þetta var "lagatæknileg redding" til að komast hjá óþægilegu lýðræðinu. Menn reiknuðu ekki með að á Írlandi þyrfti að kjósa og þar var stjórnarskránin felld.

Nú ætla júrókratarnir í Brussel - sem þola ekki neitt truflandi lýðræði - að neyða Íra til að kjósa aftur. Þar verður "Referendum" breytt í "Never-end-um" þangað til Írar hlýðnast lýðræðislegum fyrirskipunum Ríkisins og kjósa rétt.

Það er gott fyrir lýðræðið þegar til eru skýrar reglur um hvenær skal leggja mál í dóm almennings. Það vantar líka Grikkland á listann.

 


Bloggfærslur 17. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband