11.12.2008 | 19:23
AÐILDARVIÐRÆÐUR: Til hvers?
Spillingarliðið burt! segja menn og ekki að furða. Ein leið til að losna undan spillingunni er að ganga í ESB, eða svo er sagt. Drífa sig í aðildarviðræður til að sjá "hvað er í boði" og kjósa svo. Gott og vel.
En það er ekki bara samningurinn. Það eru aðrir þættir sem eru aðildarviðræðum óviðkomandi. Til dæmis traust, sem menn hrópa á mitt í allri íslensku óreiðunni.
Framkvæmdastjórn ESB, eða European Commission, fer með framkvæmdavaldið. Hún er skipuð 27 mönnum, einum frá hverju aðildarríki (verður fækkað í 18 ef Lissabon sáttmálinn tekur gildi). Hæfasta fólkið frá hverju landi velst í stjórnina og þarf að hafa óflekkað mannorð.
Eða svo skyldi maður ætla. Hér eru þrjár mínútur frá fundi á Evrópuþinginu sem áhugavert er að skoða.
http://www.youtube.com/watch?v=YWSYMpuCFaQ
Framkvæmdastjórn ESB er skipuð fólki sem hefur svo vafasama fortíð að það er "ekki einu sinni óhætt að kaupa af þeim notaðan bíl", hvers lags traust sækjum við þá til nýrra valdhafa í Brussel?
Og spillingin. Hér hefur bankahrunið afhjúpað spillingu. Í ESB þarf ekki bankahrun til, bara að fylgjast með fundi á Evrópuþinginu.
Virðing fyrir lýðræðinu: Fundurinn í Brussel í kjölfar þjóðaratkvæðisins á Írlandi 12. júní er mjög forvitnilegur, viðbrögð ESB þegar þjóðir bregðast ekki rétt við "lýðræðislegum fyrirskipunum".
Nú skal láta Íra kjósa aftur af því að þeir kusu ekki "rétt" síðast. Það er öll virðingin sem ESB sýnir lýðræðinu. Það er fróðlegt fyrir alla Íslendinga að gefa sér fáeinar mínútur til að fylgjast með viðbrögðum ESB við "óhlýðni" Íra:
http://www.youtube.com/watch?v=ktbcUGja3VU
Þarf eitthvað að ræða þetta?
![]() |
Írar sagðir reiðubúnir að kjósa á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2008 | 08:40
Sláttuvélanefnd ESB
Eitthvað þarf allt þetta fólk að gera. Starfsmenn ESB voru orðnir 52.627 í ágúst (Statistical Bulletin of the EU) og fjölgar að jafnaði um 3% á ári. Enda eru verkefnin margvísleg og oft þarf að sætta ólík sjónarmið.
Í síðustu færslu var litið á fréttir um breytingar á reglugerðum um grænmeti og ávexti. Í færslunni þar á undan var lítillega minnst á nefnd sem fjallaði um takmörkun á hávaða frá garðsláttuvélum. Hér verður kíkt nánar á þá ágætu nefnd og lýkur þar með trílógíunni um skemmtilegar nefndir og regluverk í ESB.
Þó ég hafi ekki getað fundið niðurstöður nefndarinnar gef ég mér að hún hafi nú lokið störfum. Hún hét fullu nafni "Working Group on Noise Restrictions on Lawn Mowers (and other outside equipment)" og hóf störf á níunda áratugnum. Þessi fjölskipaði hópur vann árum saman að lausn vandans um hávaða í sláttuvélum og er gott dæmi um það vandasama verk að sætta mismunandi sjónarmið. Hún kom nokkuð við sögu fyrir kosningar í Bretlandi í júní 1999.
Low-minded Europe will be grinding on with its work. The European Working Group on Noise Restrictions on Lawn Mowers (and other outside equipment) will meet to decide whether to lower the permissible number of decibels for Flymos and the like. The everyday working of the single market trundles on.
Vandi nefndarinnar var fyrst og fremst að sætta ólík sjónarmið. Það er ekkert áhlaupaverk þegar Bretar, Þjóðverjar, Frakkar og Ítalir eiga allir fulltrúa í nefndinni. Enda starfaði hún vel á annan áratug. Helstu vandamál nefndarinnar voru:
1) Hversu mörg desibil skal miða við?
2) Skal mæling miðast við fullt vélarafl eða t.d. 85%?
3) Á að miða við manninn sem stýrir sláttuvélinni eða vegfaranda?
4) Ef miðað er við vegfaranda, skal þá mælt innan garðs eða utan?
5) Í hvaða hæð skal mælirinn vera og í hversu mikilli fjarlægð frá vélinni?
6) Skal setja sambærilegar reglur fyrir aðrar vélar, t.d. utanborðsmótora?
Hugsanlega er nefndin enn að störfum þó ég hafi ekki getað fundið hana. Það er ekki auðvelt að finna eina nefnd í hópi þeirra 1.175 starfshópa sem starfa á vegum ESB. Að jafnaði eru 38 í hverjum hópi. Sá fjölmennasti, "Lifts Directive Working Group" telur 84 nefndarmenn (fleiri en Alþingi!). Þessir nefndarmenn eru ekki taldir með í starfsmannatölum sem nefndar voru í byrjun.
Ef Ísland gengur í ESB munu reglur um sláttuvélar örugglega skila sér til okkar, ekkert síður en þegar börnum var bannað að selja merki á sjómannadaginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)