Bardaginn er hafinn: Geir vs Davíð - 1. lota

Eftir sjö vikna upphitun er hann loksins hafinn, bardaginn. Í aðdragandanum sýndu báðir keppendur íþróttamannslega framkomu: Það á ekki að reka neinn. Hver segir það? Við skulum ekki persónugera vandann. Ætlar þú að hætta?

Í gær var svo slegið í bjölluna á morgunverðarfundi og bardaginn er hafinn. Davíð átti fyrsta höggið - góður vinstri krókur: "þetta er ekki mér að kenna, ríkisstjórnin svaf á verðinum." Geir kom með mjög mjög óvænt svar, beina hægri: "man ekki eftir neinum ráðleggingum frá Seðlabankanum sem ekki var orðið við".

Davíð dáleiddi hálfan salinn með eitruðum stíl en Geir náði að stela lotunni undir lokin með yfirhandar hægri: "það var sko mín hugmynd að sameina seðlabankann og eftirlitið".

Það eru spennandi og skemmtilegir tímar framundan, en ég efast um að þessi bardagi fari í 12 lotur.


Bloggfærslur 19. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband