Færsluflokkur: Spaugilegt
31.10.2011 | 23:02
Ástralskir háðfuglar fara á kostum
Háðfuglarnir Clarke og Dawe fara hér á kostum. Oft er háðið besta leiðin til að fjalla um alvarleg og flókin mál. Og eins og góðra grínista er háttur koma þeir með besta bitann í lokin.
Hér fjalla þeir um það sem kallað er Quantitative Easing á ensku og var þýtt sem "peningamagnsaukning" í plaggi frá AGS. Hljómar betur en "seðlaprentun" og hefur yfir sér fræðilegan blæ.
Þessi skets er allgjör snilld. Góða skemmtun!
10.7.2011 | 16:20
Aulahrollur andskotans
Sumt er fyndið. Annað er hallærislegt. Sumt er svo krúttlega hallærislegt að það verður bara fyndið.
Svo er annað sem vekur einfaldlega aulahroll.
En það er sitt hvað aulahrollur og aulahrollur. Ef þú vilt upplifa aulahroll andskotans þarftu bara að smella hér og hafa hljóðið á.
Þetta verður ekki toppað.
Athugaðu að það er fullorðið fólk sem stendur fyrir þessu (og þessu) og meira að segja í fullri alvöru!