6.7.2011 | 01:35
Fullveldið er farið til Brussel
Á meðan ég las fréttina um enn eina skuggahliðina á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins fylgdist ég með Sky með öðru auganu. Þar voru líka slæmar fréttir, sem fréttamaðurinn tengdi ESB.
Þar var sagt frá fjöldauppsögn hjá Bombardier Derby, síðasta fyrirtækinu sem framleiðir járnbrautarvagna í Bretlandi. Þeir þurfa að fækka framleiðslulínum úr fimm í eina og segja upp yfir 1.400 manns.
Á sama tíma eyða Bretar svimandi fjárhæðum í nýtt stórverkefni og láta smíða járnbrautarvagna í Þýskalandi.
Fréttamaður gekk eftir járnbrautateinum og útskýrði að þetta væri "vegna reglna ESB". Þótt Bretar þyrftu á vinnunni að halda innanlands mættu þeir ekki "mismuna evrópskum fyrirtækjum" með því að láta fyrirtæki heimafyrir njóta forgangs og fá verkefnið. Þeir vilja það, en fullveldið er farið til Brussel.
Hinir "fullvalda" Bretar hafa ekki leyfi til að velja sjálfir þá leið sem þeir telja besta fyrir breskan efnahag á krepputímum (íslensk fyrirtæki falla líka undir þessar reglur). Bombardier fyrirtækið, sem er kanadískt, gæti þurft að hætta starfsemi í Bretlandi.
Hérer vefútgáfa af fréttinni. Kommentin við hana eru líka áhugaverð.
![]() |
Niðurgreiðir óarðbæra ofveiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.7.2011 | 01:38
Evrópuvefurinn - til hvers?
"Hvað er lýðræði?" var spurt á Evrópuvefnum, sem svaraði út í hött. Enda er hlutverk hans að veita vandaðar upplýsingar um Evrópusambandið.
Háskóli Íslands og Alþingi eru tvær af þeim opinberu stofnunum sem jafnan standa í efstu þrepum virðingarstiga samfélagsins. Þær eru skráðar fyrir vefnum sem sagður er "upplýsingaveita um Evrópusambandið og Evrópumál".
Spurninguna hefði mátt afgreiða með stuttu svari, t.d. frá breska sendiherranum Tony Brenton, sem í íslenskri þýðingu (og eftir minni) var svona:
- Hvað er lýðræði?
Það er þegar allir hlutaðeigandi hafa jafnan rétt til að greiða atkvæði um mál, þar sem kosningarnar eru bæði frjálsar og sanngjarnar. Þá er það lýðræði, annars ekki. - Hvað eru frjálsar og sanngjarnar kosningar?
Þegar kjósendur geta varið atkvæði sínu eins og þeir sjálfir telja rétt, án afskipta, þvingunar eða þrýstings frá öðrum. Þá eru það frjálsar og sanngjarnar kosningar, annars ekki.
Þessi skilgreining er auðskilin og á alltaf við. Hvort sem kosið er til þings, um framkvæmdir í húsfélaginu, um frumvörp til laga eða eitthvað annað.
Það er skiljanlegt að á Evrópuvef hrökkvi menn í baklás yfir spurningu um lýðræði. Henni verður ekki svarað heiðarlega nema láta ESB líta illa út. En "vandinn" var leystur með því að láta heimspeking skrifa ótrúlega langloku og gæta þess að svarið tengdist Evrópusambandinu ekki á nokkurn hátt, þótt það eigi að vera viðfangsefni vefsins.
Vonandi er þetta undantekning og að framvegis verði veitt svör sem gefa rétta mynd af Sambandinu. Til þess er vefurinn. Verði áfram reynt að sneiða hjá því sem Össuri kynni að finnast óþægilegt er hreinlegra að sleppa þessu. Alveg prýðilegt svar um menntun og atvinnu gefur vonir um betri tíð.
3.7.2011 | 23:30
Hinn mikli áróðursmeistari ESB á Íslandi
Áróðursmeistari ESB á Íslandi verður ekki sakaður um að slá slöku við í að prédika fagnaðarerindið. Hann notar hvert tækifæri sem býðst. Stundum gengur hann svo hraustlega á svig við sannleikann að jafnvel hörðustu möppudýrin í í Brussel roðna, sem þó eru fyrir löngu komin með meirapróf í að blekkja fólk.
Það er áróðursmeistara ESB á Íslandi að þakka/kenna, að enn er til fólk sem trúir því að ESB sé eins og hver önnur alþjóðastofnun. Að innganga snúist um að "efla tengslin" við Evrópu. Að til sé eitthvað sem heitir "hagstæðir samningar" og að ekki sé hægt að taka afstöðu til aðildar fyrr en "samningur" liggur fyrir.
En það er eitt sem er ekki nógu gott við áróðursmeistarann mikla.
Það er óheppilegt að hann skuli á sama tíma eiga að sinna embætti utanríkisráðherra Íslands, í hjáverkum. Er ekki tímabært að íslenska þjóðin fái alvöru ráðherra í embættið? Einhvern sem hægt er að taka mark á.
![]() |
Þurfum ekki sérstaka undanþágu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.7.2011 | 17:18
Gáttuð á vanþekkingu þingmanna og hroka
Vefsíðan Conservative Home ræddi við þá 6 þingmenn breska Íhaldsflokksins sem kjörnir voru á Evrópuþingið í fyrsta sinn árið 2009; einn karl og fimm konur. Lagðar eru fyrir þau nokkrar spurningar, sem þau svara hvert í sínu lagi, um reynsluna af Brussel fyrstu tvö árin.
Hér eru nokkur atriði sem fram koma í svörum þingmannanna:
Þetta eru aðeins fáeinir punktar. Öll svörin má sjá í tveimur greinum (fyrri og seinni), en tiltrú þingmannanna á ESB er minni nú en áður en þau voru kjörin til þingsetu í Brussel. Kommentin með greinunum eru líka áhugaverð.
Varðandi síðast punktinn þá er hér átt við Joseph Daul, forseta Sósíaldemókrata (EPP) og Martin Schulz formann Bandalags sósíalista og demókrata (S&D). Þessir tveir flokkar eru lang stærstir á Evrópuþinginu með 61% þingsæta og starfa oft sem einn flokkur.
Eina alvöru stjórnarandstaðan er frá minnsta flokknum sem hefur innan við 4% þingsæta. Þess vegna er talað um "einstefnupólitík". Virk stjórnarandstaða er nauðsynleg fyrir lýðræðið, en fyrirfinnst ekki á Evrópuþinginu.
1.7.2011 | 12:41
Hin táknræna Tortóla
Það er til alþjóðlegur tveggja stafa kóði fyrir öll ríki í heiminum. Til dæmis NO fyrir Noreg, US fyrir Bandaríkin, GB fyrir Bretland og IS fyrir Ísland.
Bresku Jómfrúreyjar eiga sinn tveggja stafa kóða eins og öll önnur ríki. Stærsta eyjan þar er Tortóla.
Íslendingar tengja Tortólu við útrás og undanskot og þangað beina erlendir leiðtogar spjótum sínum í baráttunni gegn fjármálaglæpum. Tortóla hefur orðið alþjóðlegur samnefnari fyrir svik.
Hinn alþjóðlegi kóði fyrir Tortólu og Bresku Jómfrúreyjar er VG.
Sem er rökrétt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)