29.4.2013 | 21:07
Þegar Össur fór norður og niður
Frá kosningunum 2009 hefur Össur Skarphéðinsson verið fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður. Hann færði sig yfir Miklubraut fyrir kosningarnar á laugardaginn og nú verður hann fjórði þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður. Hann fór því bókstaflega norður og niður.
Það er skemmtilega táknrænt fyrir þann dóm sem hæstvirtir kjósendur felldu yfir esb-þráhyggju Samfylkingarinnar. Allt síðasta kjörtímabil hefur Össur starfað sem sérlegur áróðursfulltrúi Brusselveldisins, þótt hann hafi þegið laun sem utanríkisráðherra Íslands.
Nú hafa kjósendur sent hann og Samfylkinguna alla í frí. Það er þreyttasti þingflokkur landsins, sá eini þar sem engin endurnýjun varð. Bara sama gamla þreytta liðið. Þau verða að fara að vilja kjósenda og sitja saman í skammarkróknum næstu fjögur árin. Og lengur, ef þau láta ekki af þráhyggjunni.
28.4.2013 | 11:34
Kjósendur slátruðu ESB trúboðinu
Nú stendur XS undir nafni og er orðin Extra Small. Þegar ljóst var að Samfylkingin myndi setja nýtt Evrópumet í fylgistapi var talað um hamfarir og slátrun í sjónvarpssal. Báðar þær nafngiftir komu frá samfylkingarfólki.
Ánægjulegasta niðurstaðan úr kosningunum er að kjósendur slátruðu ESB trúboðinu. Það er við hæfi að eini flokkurinn sem keyrði sína baráttu á ESB-aðild skyldi setja hið vafasama Evrópumet.
![]() |
Stjórnarflokkarnir tapa tæpum 28% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2013 | 18:23
Að standa undir nafni - eða skammstöfun
Því miður virðist ekki alveg nægur tími til að koma fylgi Bjartrar framtíðar undir 5% fyrir kjördag. Hún mældist með 19% fylgi í janúar, en getur þakkað það töfum á þinglokum að kosningabaráttan er of stutt til að náist að þurrka þau út í tæka tíð.
Stærsta stefnumálið er að tryggja tveimur Samfylkingarmönnum þægilega innivinnu og að hlaupa á eftir móðurflokknum í Málinu eina. Þetta innantóma naflaframboð, sem hefur hvorki stefnu né skoðun á neinu sem skiptir máli, mun ekki tryggja neinum bjarta framtíð.
Fari fylgið undir 5% myndu þau þó standa undir skammstöfun. Framboðið notar skammstöfunina BF í merki sínu. Ef skammstöfunin BF er stimpluð á niðursuðudós eða tómatsósuflösku þýðir hún Best fyrir" sem táknar síðasta neysludag.
Björt framtíð er álíka skaðlaus fyrir kjördag og hún yrði gagnslaust eftir kosningar. Stimpillinn BF 27.04.2013 myndi smellpassa ef þetta naflaframboð missir nóg fylgi til að koma ekki inn manni. Það er ennþá smá von.
Þegar maður veit ekki enn hvað skal kjósa er ágætt að nota útilokunaraðferðina. BF er eitt af þeim framboðum sem ég er búinn að útiloka, en 14 listar eru í boði í mínu kjördæmi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2013 | 21:47
Engar skoðanir kannaðar
Í síðustu vinnuviku voru birtar niðurstöður úr fimm skoðanakönnunum á fimm dögum um fylgi flokkanna í komandi kosningum. Nú eru fjórir dagar til kosninga og engar fréttir af fylgiskönnunum í fjóra daga.
Fékk einhver kaupandi svo slæma niðurstöðu að hann vill ekki birta hana af ótta við skoðanamyndandi áhrif? Eða eru allir að bíða fram á síðustu stundu til að geta státað af því að hafa komist næst úrslitum? Ætli seinni skýringin sé ekki líklegri.
Tvær ESB kannanir
Hins vegar er Félagsvísindastofnun búin að kanna hug manna til þess að ljúka viðræðum" annars vegar og að ganga í Evrópusambandið hins vegar. Sem fyrr er meirihluti fyrir því að ljúka viðræðum" og á sama tíma vill ívið stærri meirihluti, um 65% þeirra sem taka afstöðu, ekki ganga í ESB.
Svipað var uppi á teningunum í síðustu viku. Könnun 365 sýndi að meirihluti vill ljúka viðræðum" á meðan könnun MMR sem birtist sama dag sýndi að 69% þeirra sem tóku afstöðu er á móti aðild. Sú niðurstaða rataði einhverra hluta vegna ekki inn í fréttatímana.
En ESB málið er bara ekki efst á dagskrá núna. Það er meira spennandi að sjá eitthvað um fylgi flokkanna nú þegar kosningar eru að bresta á. Nýtt þing og ný ríkisstjórn mun ákveða um framhald Evrópumála og vonandi virða leikreglur lýðræðisins og leyfa þjóðinni að taka þátt í þeirra ákvörðun.
![]() |
Meirihluti á móti inngöngu í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2013 | 10:30
Þannig stjórna jafnaðarmenn
Samfylkingin á besta slagorðið í þessari kosningabaráttu. "Þannig stjórna jafnaðarmenn" er einfalt og grípandi með beina vísun í hið nýlengda nafn flokksins og í fortíðina.
Samfylkingin á líka bestu auglýsingarnar. Það er sterk og ákveðin lína í öllum auglýsingum, hvort sem er í sjónvarpi, blöðum eða biðskýlum strætó. Allt "lúkkið" er flott hjá þeim.
Ekki er hægt að vinna kosningar á umbúðunum eingöngu. Innihaldið þarf að höfða til "kaupandans" og hann þarf að treysta seljandanum. Það er einkum vitnisburður reynslunnar sem skemmir markaðssetningu krata. Hann þurrkar út allt traust á seljandanum.
Hvernig stjórna jafnaðarmenn?
Ef kíkt er á tvö af stærstu baráttumálum Samfylkingarinnar síðustu misserin, gætu auglýsingatextar vegna þeirra verið einhvern veginn svona:
Stjórnarskráin
Við vildum færa þjóðinni nýja stjórnarskrá. Eftir vænan skammt af klúðri tókst okkur að setja saman stjórnlagaráð sem skilaði tillögu. Við gerðum ekkert í málinu mánuðum saman og hentum því svo í þingið korteri fyrir þinglok. Þar sigldi það í strand og ekkert breyttist. Þannig stjórna jafnaðarmenn.Kvótakerfið
Fyrning kvótans var okkar leið. Eftir vænan skammt af klúðri var sett saman sáttanefnd sem skilaði tillögum, sem allir gátu fellt sig við. En í staðinn völdum við aðra leið og boluðum ráðherra úr ríkisstjórn. Málinu var hent í þingið korteri fyrir þinglok. Þar sigldi það í strand og ekkert breyttist. Þannig stjórna jafnaðarmenn.
Ég læt öðrum eftir að stinga upp á texta fyrir Málið eina - hraðferðina sem átti að ljúka fyrir tveimur árum. Þótt það mál hafi misst allt aðdráttarafl er það enn fyrsta, annað og þriðja mál á dagskrá krata. Þótt stór meirihluti vilji ekki fylgja þeim til Brussel skal þjösnast áfram. Þannig stjórna jafnaðarmenn.
Ef við bætum svo Icesave á afrekalistann er skiljanlegt að nýtt Evrópumet í fylgistapi sé í uppsiglingu.
![]() |
Yrði eitt mesta fylgistapið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2013 | 21:39
Össur afskrifar ESB
Evrópumál | Breytt 16.4.2013 kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)