Evran 1991-2011

Maastricht, 9. desember 1991:
Lokið við nýjan sáttmála sem breytti Evrópubandalaginu í ESB. Hann var undirritaður tveimur mánuðum síðar og tók gildi 1. nóvember 1993 (eftir að Danir höfðu verið látnir kjósa aftur).

Með Maastricht sáttmálanum var lagður grunnurinn að nýjum sameiginlegum gjaldmiðli sem fékk nafnið Evra. Byrjað var að nota evruna sem bókhaldsmynt árið 1999 en árið 2002 voru seðlar og mynt sett í umferð.

Brussel, 9. desember 2011:
Nákvæmlega tuttugu árum eftir fundinn í Maastricht, var loksins formlega viðurkennt að evran er búin að vera. Samt er ætlunin að halda áfram að nota evruna, en á nýjum forsendum. Evra 2.0 byggist á því að svipta notendur fullveldi í efnahagsmálum og fjarstýra þeim frá Brussel.
  

Hvað um Írland?

Þegar Írar felldu Lissabon sáttmálann voru þeir látnir kjósa aftur, eins og venjan er í ESB. Þá var gerð "stjórnmálasamþykkt" og þeim m.a. lofað sjálfræði í skattlagningu atvinnufyrirtækja. Írum er mikið í mun að halda sínum lága 12,5% tekjuskatti á fyrirtæki, enda hafa mörg erlend félög sett upp starfsemi þar vegna þess.

Ein hugmyndanna í bréfi Merkozys vekur spurningar.

          "Convergence and harmonization of corporate tax base ..." 

Leiði þetta líka til samræmingar á skatthlutfalli þýðir það að svíkja þarf loforðið sem Írum var gefið haustið 2009. Það er bærilegur árangur á mælikvarða ESB að það taki meira en tvö ár að svíkja afgangsstærð eins og Írland, sem telur aðeins 4,6 milljónir íbúa.

Fái Írar að kjósa um slíkar breytingarnar, munu þeir trúlega fella þær í þjóðaratkvæði. Þá verða þeir látnir kjósa aftur eins og þeir voru látnir gera 2002 (Nice) og aftur 2009 (Lissabon). Dugi það ekki verður hræðusláróðurinn settur í Icesave-gír og þeir látnir kjósa í þriðja sinn. Brussel lætur ekki smáþjóð stoppa sig í að "bjarga evrunni". 


Nýja járntjaldið heitir Evra

Nýjasti bræðingur Merkozys dugir engan veginn til að leysa evruvandann, segir Christine Lagarde framkvæmdastjóri AGS. Meira þarf að koma til svo taka megi almennilega á vandanum og endurheimta traust. 

euro_timebomb"Lausnin" sem nú er unnið að er að svipta 17 ríki Evrulands efnahagslegu fullveldi með breytingum á sáttmálum ESB, helst án þess að bera það undir almenning.

Evran verður hið nýja járntjald. Handan þess verður þjóðum fjarstýrt frá Brussel og lýðræðinu hent í ruslið. Það er þegar búið að dæma lýðræðið í 10 ára útlegð í Grikklandi og þjóðina í esb-fangelsi.

-----

Í samtali á RÚV upplýsti Össur Skarphéðinsson að hann hefði "aðeins eina framtíðarsýn", sem er innganga Íslands í ESB. Á óvissutímum er hættulegt að hafa ráðamenn sem sjá einn og aðeins einn kost.


mbl.is Sachs: Stofnanir Evrópu virka ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

740 milljónir fyrir sjónvarp

Fyrir þremur árum var sett á stofn ný sjónvarpsstöð. Þó aðeins sé um að ræða vef-sjónvarp er kostnaðurinn kominn í 4,7 milljarða króna. Europarl TV, var sett upp í þeim tilgangi að upplýsa þegna Evrópuríkisins um störf þingsins í Brussel.

Að meðaltali horfa 830 manns á stöðina á dag, eða 0,00016% íbúa Evrópusambandsins. Áhorfendur eru heldur færri en íbúarnir á Hvolsvelli. Það þýðir að kostnaðurinn er orðinn um 5.780 þús. á hvern áhorfanda á þremur árum. Ef RÚV ætti að fá jafn hátt framlag á hvern áhorfanda væru það rúmir 600 milljarðar á ári, sem er talsvert meira en öll fjárlög íslenska ríkisins.

Höfuðstöðvarnar eru í Plymouth á Englandi og fá þýðendur nóg að gera. Efni er textað og þýtt á 22 tungumál, svo hver klukkutími í útsendingu kostar 9,5 milljónir króna. Hugsanlega rambar inn einn áhorfandi annan hvern dag sem þarf á maltneskum texta að halda, en nokkur hópur fólks vinnur við að þýða efni yfir á hvert tungumál.

ESB verður seint sakað um að fara vel með skattfé almennings.

Á sama tíma og ESB fagnar niðurskurði á Ítalíu verða 740 milljónir til viðbótar lagðar í reksturinn á Europarl TV á næsta ári, til að uppfræða 830 manns.


mbl.is ESB fagnar niðurskurði á Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TH€ €ND

SkyNews fjallaði í dag um viðtalið sem Telegraph átti við Jacques Delores, einn af aðalhöfundum evrunnar. Hann segir evruna hafa verið gallagrip frá upphafi.

BLEIBEL_new-euro-490SkyNews ræddi líka við breska þingmanninn Bill Cash, sem var einn af leiðtogum hreyfingarinnar sem barðist gegn upptöku evrunnar í Bretlandi á sínum tíma.

Bill Cash telur að aukin miðstýring innan ESB sé af hinu illa. Þær hugmyndir sem Merkel og Sarkozy vilja hrinda í framkvæmd muni aðeins skaða Evruland og gera illt verra fyrir alla Evrópu. Sérstaklega gagnrýnir hann ólýðræðislega tilburði Brusselvaldsins.

Hvorki Jacques Delors né Bill Cash hafa sótt námskeið Össurar í efnahagsmálum. Þeir vita um hvað þeir eru að tala.


mbl.is Delors gagnrýnir evrusamstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver voru þá talin galin?

Í einni setningu nær Angela Merkel að ramma inn ESB-umræðu undanfarinna missera á Íslandi.

Þeir sem eru á móti ESB-aðild Íslands hafa varað við hinum hættulega pólitíska samruna. ESB mun breytast úr ríkjasambandi í sambandsríki. "Ever closer Union" er stefnan.

Aðildarsinnar sögðu þetta galinn málflutning og héldu áfram að tala eins og kjánar um "samvinnu fullvalda ríkja", í blindri trú Evrópudrauminn. Og gera enn.

Merkel boðar nú fyrsta stóra skrefið, bæði hátt og skýrt:

  
Ef einhver hefði sagt fyrir fáeinum mánuðum að í lok ársins 2011 myndum við vera í fullri alvöru að stíga ákveðin skref í átt að evrópsku stöðugleikasambandi, evrópsku bandalagi um fjárlög, í átt til þess að grípa til afskipta (af fjárlögum) í Evrópu, þá hefði hann verið talinn galinn.
  

Nú blasir sannleikurinn við.

Lýðræðinu ýtt til hliðar í hverju ríkinu á fætur öðru og næst skal væn sneið af fullveldinu tekin af þjóðunum og færð til Brussel. Allt undir því yfirskini að það þurfi að bjarga evrunni!

Eins og Merkel bendir á var slíkur samruni réttilega álitinn galinn (og þess vegna varað við honum). Nú verður þessi galna hugmynd ekki lengur umflúin, evrunnar vegna. Samfylkingin heldur samt áfram háskalegu blindflugi til Brussel.


mbl.is Fjárlagabandalag í burðarliðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband