10.1.2010 | 22:30
Erfiðustu andstæðingar Íslands
Þótt mjög hafi málin snúist til betri vegar er langt frá því að búið sé að tryggja að skynsemin og sanngirnin verði ofaná. Öll helstu blöð á Bretlandi hafa kynnt sér IceSave málið af kostgæfni eftir að Ólafur Ragnar greip í taumana, umfjöllun þeirra ber þess glöggt merki. Hvert blaðið á fætur öðru bendir á þær vafasömu aðferðir sem ríkisstjórn Gordons Brown beitti til að kúga Íslendinga til að fallast á nauðungarsamninga.
Financial Times, Obeserver, Indipendent og fleiri blöð vilja nú að málið sé skoðað af sanngirni. Meðal sérfræðinga sem styðja kröfu Íslands um réttlæti má nefna Michael Hudson, Alain Lipietz og að sjálfsögðu Evu Joly. Þá hafa stjórnmálaleiðtogar í Lettlandi og Litháen lýst yfir stuðningi við Ísland auk sérfræðinga frá Írlandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Hollandi, Frakklandi og víðar.
Erfiðustu andstæðingar þjóðarinnar
Við Íslendingar eigum þó enn eftir að sigrast á erfiðasta andstæðingnum. Þótt hin skelfilega fréttastofa RÚV sé skæður andstæðingur er það barnaleikur í samanburði við ríkisstjórnina. Jóhanna og Steingrímur, strengjabrúður þeirra og spunatrúðar verða að hætta stríðinu gegn þjóð sinni. Nokkrir úr hópi Vinstri grænna standa gegn ósómanum en ekkert afgerandi hefur enn heyrst frá Samfylkingunni sem bendir til að kratar ætli að hætta að berjast fyrir Gordon Brown, formann bresku Samfylkingarinnar.
Ef viðtal Egils Helgasonar við Evu Joly og Alain Lipietz, í Silfrinu í dag, dugir ekki til að telja þeim hughvarf, þá er þeim ekki við bjargandi. Nú á Jóhanna aðeins tvo kosti; að skipta um kúrs eða hverfa úr ríkisstjórn.
![]() |
Ekki einhliða innanríkismál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2010 | 22:54
"... skríðum bara á hnjánum"
Skopmyndateiknari Fréttablaðsins átti margar góðar myndir á nýliðnu ári. Eina sú allra besta lýsir IceSave- og ESB-tilburðum krata, en í myndatexta segir "Við getum þetta ef við skríðum bara á hnjánum".
Það gengur enginn í ESB, menn skríða þangað, eins og sagan sannar. Þetta vita kratar og þess vegna er þeim mikið í mun að samþykkja IceSave og koma þjóðinni á hnén. Annars fæst hún ekki til að skríða með þeim yfir velferðarbrú til Brussel.
Hvað er rangt við réttlæti?
Íslendingar eiga að fella IceSave með glans. Síðan mætti bæta inn í lög 96/2009 fortakslausri kröfu um að ákvæðin kennd við Ragnar Hall gildi, einnig kröfu um að fá skorið úr um málið að lögum og setja tímafrest á gildi þeirra; verði Bretar og Hollendingar ekki búnir að samþykkja þau fyrir lok apríl falli þau úr gildi.
Það á að vera sjálfsagt að Íslendingar beri þá ábyrgð sem þeim ber, að lögum. Það að vera jafn sjálfsagt að Bretar virði leikreglur en beiti ekki kúgunum og hnefarétti. Við höfum ekki rétt á því að vera feimin við að leita réttlætis. Hvað er rétt við ranglæti?
![]() |
ESB og Icesave aðskilin mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2010 | 02:28
Svo einföld atkvæðagreiðsla
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar, Einfaldara Ísland, er á forræði forsætisráðuneytisins. Verkefnið hófst 17. október 2006 og miðar m.a. að því að minnka skriffinnsku og einfalda markvisst bæði opinbert regluverk og stjórnsýslu.
Frá því að núverandi stjórn tók við hefur þessu verið snúið við og kerfið þyngt og flækt eftir föngum. Meðal annars með því að gera skattkerfið nógu flókið til þess að venjulegur launamaður geti ekki sannreynt hvort staðgreiðsla hans sé rétt reiknuð á launaseðli.
Það kemur því ekki á óvart að spurningin sem nota skal í þjóðaratkvæðinu um IceSave nauðungarsamningana sé gerð svo flókin að hún sprengi þekkta skala um flækjustig.
Svarið er samt einfalt: "Nei, þau eiga að falla úr gildi".
Handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa, er liður í verkefninu Einfaldara Ísland. Henni hefur líklega verið stungið undir stól um leið og ákveðið var að hverfa frá hugmyndum um einföldun kerfisins. Spurningin góða skal vera svona:
Lög nr. 1/2010 kveða á um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Alþingi samþykkti lög nr. 1/2010 en forseti synjaði þeim staðfestingar. Eiga lög nr. 1/2010 að halda gildi?
Ríkisstjórninni hefur tekist vel upp í að flækja einn atkvæðaseðil. Það er varla hægt að ná betri árangi en að sprengja skala um flækjustig.
![]() |
Lög um þjóðaratkvæði samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2010 | 17:48
Össur þekkir aðalatriðin!
Fréttir dagsins snúast um IceSave. Hvar sem Ísland ber á góma er IceSave miðpunkturinn. Þessar drápsklyfjar sem Samfylkingin vill fyrir alla muni leggja á þjóðina, helst með slíkum afarkostum að hún fái ekki undir þeim risið.
Þá kemur Össur með stórfréttina: Utanríkisráðherra Breta fullvissaði hann um að Bretar muni ekki beita sér gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópuríkinu! Er það ekki aukaatriði þessa dagana?
Þetta er enn ein sönnun þess fyrir Samfylkingunni snýst allt um það að koma Íslandi inn í Evrópuríkið. Að skríða yfir velferðarbrú til Brussel.
Versti óvinur íslensku þjóðarinnar í IceSave málinu er Samfylkingin. Mér sýnist að Eva Joly geti orðið sterkasta vopn Íslendinga í stríðinu við krata.
![]() |
Bretar beita sér ekki gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2010 | 13:05
RÚV - sameign okkar allra
Það verður fróðlegt að fylgjast með fréttum RÚV í kvöld. Meðan írafárið gekk yfir, fyrst eftir að forseti tók ákvörðun um nýju IceSave lagabreytinguna, birti fréttastofa RÚV fjölda frétta um neikvæð viðbrögð við ákvörðuninni. Kastljósið stóð sig betur.
Í dag er rykið aðeins farið að setjast. Jákvæðar fréttir berast víða að. Fræðimenn við tvo hollenska háskóla hafa talað máli Íslendinga, sem og írskur hagfræðingur, breskur hagfræðingur, Eva Joly, leiðarahöfundar bresku blaðanna Financial Times og Independent, aðrir minni vefmiðlar og ráðherra í Lettlandi, svo dæmi séu nefnd, að ógleymdri góðri frammistöðu Ólafs Ragnars í viðtali á BBC Nightwatch. Meira að segja Steingrímur Joð komst vel frá viðtali við Channel 4.
Það virðist sem að það sé að myndast víðtækur stuðningur við Ísland í alþjóðasamfélaginu. Sumt af því erlenda nær lengra en að styðja ákvörðun forsetans. Það er eins og nú sé það aðeins Samfylkingin á Íslandi sem stendur gegn þjóðinni. Skyldi RÚV gera jafn glögga grein fyrir hinum jákvæðu viðbrögðum og hinum neikvæðu? Ætlar "sameign okkar allra" að flytja vandaðar hlutlausar fréttir eða vera áfram í lið með Samfylkingunni í stríðinu gegn íslensku þjóðinni?
Fyrir utan hótanir og hræðsluáróður krata hafa ekki komið neina beinar hótanir að utan, nema kannsk varðandi inngönguna í Evrópuríkið. Einn hollenskur Evrópuþingmaður hefur hótað að reyna að koma í veg fyrir inngöngu Íslands. Kann ég honum bestu þakkir fyrir.
Einn þingmaður Samfylkingar gengur svo langt að halda því fram að forseti Íslands skilji ekki málið og hafi verið blekktur (hér). Framganga Ólafs Ragnars á BBC Nightwatch bendir hins vegar til þess að hann geri sé fulla grein fyrir alvöru málsins og að skilningur hans á því sé síst minni en meðal ráðherra og þingmanna.
Uppgjöf er alltaf vondur kostur. Áfram Ísland.
![]() |
Áhersla lögð á að Ísland standi við skuldbindingar sínar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.1.2010 | 12:40
Stórkostlegt - áfram Ísland!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.1.2010 | 16:40
"Já ómögulega eða nei ómögulega"
3.1.2010 | 15:42