Á meðan Össur sefur ...

makrillÁ meðan Össur sefur svefni hinna ráðvilltu í New York, útskýra íslenskir embættismenn fyrir 15 manna sendinefnd frá Brussel að Ísland sé strandríki. Kannski fundu þeir ekki Ísland á kortinu, en þeir eru að reyna semja um makrílveiðar.

RÚV birt frétt af fundinum. Í hana vantar reyndar að ef við værum innan ESB þá værum við ekki að veiða neinn makríl, nema kannski fáein tonn, samkvæmt hugsanlegu góðfúslegu leyfi frá Brussel.


Á meðan Össur sefur í New York reyna íslenskir bændur að átta sig á mótsögnum um ESB ferlið.

Össur hafði sagt að þetta væru bara "samningaviðræður" og að ekkert breyttist fyrr en kannski seinna. Það væri engin aðlögun í gangi.

Michael Leigh, fulltrúi stækkunarstjóra ESB, segir þvert á móti að gangurinn í viðræðunum stjórnist alfarið af því hversu hratt aðlögunin gengur. Eðlilega vilja bændur fá að vita hvað er rétt.


össur bullarÁ meðan Össur sefur segir hann enga vitleysu, eins og á blaðamannafundinum í Brussel í júlí, þegar embættismenn þurftu tvisvar að leiðrétta draumkenndar lýsingarnar á dásemdum Evrópuríkisins.

Hann er undantekningin sem sannar regluna í yfirskrift þessarar bloggsíðu: Enginn er verri þótt hann vakni - nema Össur. 

Vonum að íslenskir bændur fái svör sín áður en Össur rumskar. Einnig að íslenskum embættismönnum takist að útskýra fyrir brusselsku makrílnefndinni að Ísland sé eyja og að fiskurinn sem börnin mokuðu upp við bryggjur landsins í sumar sé makríll. Það eru milljón tonn af honum í íslenskri fiskveiðilögsögu.

 


mbl.is Allt um garð gengið þegar þjóðin kýs?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð skrif og það vantar að stoppa þennan Zombie. Hvar er Alþingi okkar. Þeir tefja málin í öllum greinum til þess að gefa ESB tíma til þess að svindla sér inn í kerfið.

Valdimar Samúelsson, 24.9.2010 kl. 17:36

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Mér skildist á einhverjum tíma að landsdómur væri til þess hugsaður að gefa færi á að losna við þjóðhættulega ráðherra, en ekki endilega bara þá sem þegar væru hættir. 

En trúlega hef ég skilið þetta vitlaust eins og allt sem við landslýður hugsum og skiljum.

Hrólfur Þ Hraundal, 24.9.2010 kl. 22:44

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ekki skil ég það,að Íslendingar þyrftu að eiga í sérstaklega í orðaskaki við ESB-liða.

Hér er eitthvað leynimakk,án vitundar Norðmanna og Færeyinga.Hérna eru ESB-liðar,að reyna sannfæra Íslendinga um skilyrði til inngöngu verði þeir að veita ESB umboð til samninga við Norðmenn og Færeyinga fyrir Íslandshönd.Eða hvað á maður að halda?

Ef meiri hluti makrílsstofnsins er kominn innan íslenskra lögsögu,og að sé kominn til hrygninga að einhverju marki,er samningsstaða Íslendinga ansi vænleg.En það er annað,sem er varhugavert við samningana,er að aðrar þjóðir fái að veiða innan lögsöguna.Ástæðan er sér ílagi,að meðafli makrílsins getur verið á ýmsum toga.

Ég er með tillögu,hvað á að gera Össur.Þar sem að hann svona afslappaður hjá SÞ,væri rétt að gera hann að fastafulltrúa hjá SÞ.Þá fengi að sofa þar,eins og hann vill,enda held ég að vinna sendinefndar okkar þar,sé ansi bágborin.Við gætum lagt til að básarnir á þinginu,séu með legurými.

Ingvi Rúnar Einarsson, 24.9.2010 kl. 23:54

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég styð tillögur Ingva Rúnars Einarssonar...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.9.2010 kl. 01:30

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hrólfur. Ef þetta er rétt hjá þér að landsdómur hafi verið ætlaður til að hreinsa út stór hættulega Ráðherra þá ætti að nota hann á Jóhönnu og Össur.

Valdimar Samúelsson, 25.9.2010 kl. 09:06

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitið og athugasemdirnar.

Mér sýnst fólk ekki mjög spennt fyrir að fá Össur aftur heim ... og skil það vel.

Haraldur Hansson, 25.9.2010 kl. 14:57

7 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Góður pistill.

Jón Baldur Lorange, 25.9.2010 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband