Donald og Donald ræða málin

Strax eftir að úrslitin lágu fyrir bárust Donald Trump fundarboð frá ráðamönnum víða um heim. Það fyrsta kom frá Brussel, þótt þar (og víðar) hefðu menn viljað sjá aðra niðurstöðu. En úrslitunum verður ekki breytt.

Eftir lýðræðislegar kosningar í öllum 50 fylkjum Bandaríkjanna, þar sem 125 milljónir manna greiddu atkvæði, er Donald Trump rétt kjörinn forseti Bandaríkjanna.

Eftir engar kosningar í öllum 28 ríkjum Evrópusambandsins, þar sem enginn fékk að greiða atkvæði, er Donald Tusk orðinn forseti Evrópusambandsins.

Það væri fróðlegt að heyra samtalið þegar Donald og Donald ræða málin.

Í Bandaríkjunum veit hvert einasta mannsbarn hver Donald Trump er, fyrir hvað hann stendur og hvað hann vill gera. Gott eða slæmt. Heimsbyggðin veit það líka.

Í ESB-ríkjunum veit ekki nokkur maður hver Donald Tusk er eða fyrir hvað hann stendur. Heimsbyggðin hefur ekki hugmynd. Hann tók við af Herman Van Rompuy, sem enginn kaus eða þekkir heldur.


Versti óvinur elítunnar í Brussel er hinn hættulegi "vilji almennings". Hún mun áfram sniðganga lýðræðið, að vel athuguðu máli, svo múgurinn fari sér ekki að voða og kjósi einhvern Donald til valda.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband