Gordon Brown hafði sigur á Alþingi

Í gærkvöldi samþykkti Alþingi lög um skilyrðislausa uppgjöf fyrir Bretum og ESB í IceSave deilunni. Frumvarpið gekk út á það að skemma lögin sem sett voru í sumar. Að þurrka út lagaleg viðmið og veikja þau efnahagslegu. Allt til að þóknast Gordon Brown. Spellvirki gegn íslensku þjóðinni í boði Evrópusambandsins.

Að leggja slíkt frumvarp fram á Alþingi er nógu slæmt. En að 33 þingmenn skuli hafa greitt þessum ófögnuði atkvæði sitt er hrein og klár bilun.

"Annars verður hér frostavetur" sagði forsætisráðherrann Jóhanna. Má ég frekar biðja um frostavetur en þetta. Lögin eru ávísun á ísöld, sem skellur á af fullum þunga eftir sjö ára svikalogn. Já, það er núna fyrst sem IceSave byrjar!

Það er grunnskylda þingmanns að standa vörð um rétt og velferð þjóðarinnar. Þeir sem ekki treysta sér til þess eiga ekki að vera í stjórnmálum. Í gærkvöldi fyrirgerðu 33 þingmenn rétti sínum til að starfa í umboði þjóðarinnar.


Það á ekkert að vera sjálfsagðara en að Íslendingar greiði það sem þeim ber. En að sætta sig við afarkosti sem Bretar knúðu fram í krafti aflsmunar, beygja sig í duftið og ana út í óvissuna án þess að hafa fast land undir fótum, er hættuför sem á ekkert skylt við að standa við skuldbindingar. Þetta er sorgleg niðurstaða.

 


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður Haraldur hefur þú algjörlega hárrétt fyrir þér. Takk enn og aftur fyrir frábært blogg. Hörmulegt að horfa upp á sjónarspil Forsetans og bera það saman við hvernig kappinn hagaði sér þegar hann verndaði litla vin sinn Jón Násker með synjun staðfestingar á svokölluðum fjölmiðlalögum sem fjölluðu um það mikla lýðræðismál um dreifða eignaraðild að fjölmiðlum og áttu að koma í veg fyrir að útrásarmenn gætu einir átt fjölmiðla. Í því máli skaðaði Ólafur Ragnar Þjóðina með synjun undirskriftar og nú mun hann skaða þjóðina aftur með undirskrift sinni enda hefur þessi maður svo rækilega sannað sitt eigið skítlega eðli. Sannarlega svartur sorgardagur í sögu þjóðar með stjórnvöld sem hafa það eitt að markmiði að leggja niður lýðveldið Ísland og sameinast Evrópufasistaríkinu. Birgitta kom með góðan punkt þegar hún benti á hvernig bretar haga sér í sinni utanríkispólitík þeir hika ekki við að myrða og menga og troða á öllum allstaðar þar sem þeir geta og biðja aldrei neinn afsökunar þó svo milljónir liggi í valnum. Hárrétt Haraldur að erindrekar Gordons Brown höfðu sigur á minnihluta íslendinga á Alþingi.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 13:20

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hárrétt hjá þér. Því miður.

Þetta er afar slæmt fordæmi sem beinlínis réttlætir arðrán á íslenskri þjóð. Nú standa útrásarvíkingarnir með pálmann í höndunum og þjóðin svikin.

Þar sem ég hef flutt úr landi mun þetta til allrar hamingju ekki hafa bein áhrif á mig og mín börn, en ég finn til með þeim sem þurfa að takast á við þann vanda sem þetta mun skapa þjóðinni, sérstaklega þeim sem verst standa, og síðan fer þetta að narta í stærri og stærri hópa.

Hrannar Baldursson, 31.12.2009 kl. 15:30

3 identicon

Welcome back to Civilisation Iceland......Gordon Brown saved millions of Kronur on its way to Tortola and other safe havens... get real !! Now go and get all those people who borrowed money to live the luxury life....Sell those big Jeeps, sell the summer houses, sell the mobile homes, sell the thousands of empty flats......Back to reality for Iceland.. !!!

Fair Play (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 16:38

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kíkti á BBC á netinu í morgun. Þar er skýrt tekið fram að vinstri meirhlutinn hafi keyrt þessa samþykkt í gegn til þess að greiða fyrir inngöngu Íslands í ES.

Baldur Hermannsson, 31.12.2009 kl. 17:29

5 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Afgreiðsla þingsins á frumvarpinu,er meir en lítið einkennileg.Alþingismenn samþykkja,en vilja inns inni að lögin fari í þjóðaratkvæðisgreiðslu.Er flokksræðið að gefa eftir,fyrir sannfæringu þingmanna?Ef svo er,þá eru alþingismenn farnir að skilja það,að þjóðin treystir á einstaka þingmenn,en ekki á spillta og einangraða flokkapólitík.

Ingvi Rúnar Einarsson, 1.1.2010 kl. 16:12

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ingvi, voru fleiri en Ásmundur sem mæltu á þessa leið? En ég er sammála þér. Þingmenn mega ekki ýta ábyrgðinni yfir á aðra. Ef þeir eru ekki menn til að axla ábyrgð ættu þeir að finna sér annan starfa.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband