Skynsamlegt hjá forsetanum

Auðvitað á Ólafur Ragnar að harðneita að skrifa undir uppgjöf ríkisstjórnarinnar fyrir Gordon Brown og Evrópusambandinu. Þjóðarinnar vegna. En líklega er það skynsamlegt hjá honum að bíða með að skrifa eða skrifa ekki undir, fram yfir áramótin.

Þó ekki væri nema bara af þeirri ástæðu að það minnkar líkurnar á að það sjóði uppúr og brjótist út róstur í kvöld og nótt þegar menn fá sér í glas til að kveðja gamla árið og fagna því nýja. Það er fyrirsjáanlegt að viðbrögðin verða mikil, hver sem ákvörðun forsetans verður.

 


mbl.is Forseti tekur sér frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Íslenski þrælinn stígur ekki í vitið, og það sama má nú segja um flesta kjósendur VG.  Sá FL-okkur hefur aldrei gáfulegar lausnir fram að færa, í raun bara drasl. Samspillingin er svo bara stórhættulegur EB flokkur.  Formaður VG talaði allt öðru vísi fyrir hrun, en snérist svo eins og VINDHANNI 360 gráður, í flest öllum málum, það er afrek út af fyrir sig.  Þjóðin & alþingi hefur sýnt fram á vilja í sumar að við viljum greiða tengt Icesave þó okkur beri í raun ekki lagaleg skylda til þess, þá viljum við axla "pólitíska & siðferðislega ábyrgð á okkar glæpamönnum" - en SteinFREÐUR & Svavar sömdu svo illa af sér að hér verður "frostavetur næstu 20 árin með tilheyrandi fátæk" - svo kalla þessir aular sig "Norræna velferðastjórn" - klækastjórn hjá vinstri mönnum, það liggur við að maður æli, aulaskapur þessa liðs er ótrúlegur.  Þráinn Bertelsson talaði um fyrir rúmu ári síðan að það væri aumingjarskapur hjá ríkisstjórninni að vera á hjánum fyrir nýlenduveldum UK & Hollendinga.  Svo segir hann nú (á hnjánum) að lengra verði ekki komist.  Þetta lið er óborganlegt og leiksýningar þær sem þeir setja upp á alþingi eru yfirleit til háborinnar skammar. 

Óli grís kan "klækastjórnmál & lýðskrum" enda vinstri maður í húð & hár.  Óli var UMBOÐSMAÐUR útrásarskúrkanna og það fer vel á því að maður með "skítlegt eðli" samþykki þessi (ó)lög, gegn 70% vilja þjóðarinnar, það er ekki gjá, bilið er of stórt til að vera gjá, í raun bara "himinn & haf milli þings & þjóðar" enda skilur ekki þjóðin þá ÖMURLEGU verkstjórn Jóhönnu & SteinFREÐS í þessu skelfilega máli.  Geta íslenskra stjórnmálamanna er til skammar, ef þetta lið væri að vinna fyrir einkafyrirtæki þá væri búið að reka það á staðnum.  Óli grís á að SAMEINA þjóðina, en leppalúði er snillingur í að SUNDRA þjóðinni.  Ég segi nú bara um okkar skítapakk - sorry - okkar stjórnmálamenn "helvítis fukking fukk".

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 31.12.2009 kl. 12:42

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Við skulum bara vona að forseti svíki ekki þjóð sína líka..

Óskar Arnórsson, 31.12.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband