With a spoonful of sugar ...

Að ganga í Evrópuríkið er fyrir íslenska þjóð eins og að fara í stríð gegn sjálfri sér.

Og tapa.

Tímalínan fyrir Ísland:

  • 2009 - Ísland sækir um aðild að ESB, sem er svo lagt niður*.
  • 2011 - Embættismenn undirrita "glæsilegan samning".
  • 2012 - Íslendingar ganga í Evrópuríkið.
  • 2014 - Atkvæðisréttur Íslands er afnuminn (hér).
  • 2015 - Þeir sem sögðu "já" skammast sín og fara með veggjum.
  • 2016 - Of seint að bakka. IceSave bankar uppá!

Aðal talsmaður Samfylkingarinnar fyrir ESB aðild, talar um inngöngu sem "augnabliks geðveiki". Ef þjóðin heldur sönsum og heldur friðinn við sjálfa sig er hægt að komast hjá þessum mistökum.

Það er ekki hægt að fegra þetta neitt með ölmusum frá Brussel. With a spoonful of sugar ...

* 1. desember tekur Lissabon samningurinn gildi og Evrópuríkið stofnað í stað ESB.

 


mbl.is Ísland fái aðild að umsóknarsjóði ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Vá hvað þetta minnir á Sovétríkin sálugu  Og allir jafnir - nema hvað sumir eru jafnari en aðrir

, 11.11.2009 kl. 18:56

2 identicon

Íslendingar yrðu frjálsari undir ESB heldur en áfram undir Íslenskri stjórnskipan sem kemur þeim efnismeiri alltaf til góða. Vonandi nær núríkjandi stjórn að halda áfram að bæta stöðu almennings. En það er ekki víst að það takist þar sem Propaganda maskínu hægra manna sé í fullu gangi. Þeir láta eins og allt sem gerðist fyrir síðustu árámót tilheyri fortíðinni, og það megi ekki vitna í það. Ef að hægri menn réðu innhald skólabóka, þá myndi umfjöllun um árin 1998 til 2008 hljóma eins og eitthvað sem gerðist á miðöldum.

Stefán (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 20:58

3 identicon

Mig langar mest að vita hvaða hass þú ert að reykja?

S. (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 21:05

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Dómsdagsspáin er merkilegur heilaspuni og líka getan til að líkja ESB við Sovétríkin. Nær væri að líkja Evrópusambandinu við Bandaríkin, en þó er þar flest í samanburði betra fyrir álfuna okkar. Ríki ESB munu hafa mun meira sjálfstæði heldur en fylki Bandaríkjanna, þó þau komi sér saman um sameiginlega ásýnd í lykilmálum með Lissabon sáttmála.

Fjölbreytileikinn í menningu Evrópu verður óþrjótandi brunnur, félagsleg réttindi og mannréttindi, velferðarskipulag og samábyrgð munu standa mun sterkari stoðum heldur en í Bandaríkjunum. Alþjóðlegir fjárfestar veðja í síauknum mæli á Evruna og hún saxar hratt á dollar sem fyrsta val í gjaldeyrisforða þjóða.

Það er engin ástæða til annars en að halda bjartsýni varðandi framtíð Evrópu. Þar ríkir miklu sterkari lýðræðisvitund en hér á landi, hvar þjóðarsálin nærist ýmist á oflæti eða ótta. Það mun verða mikill fengur fyrir okkur að stilla þjóðarbúskapinn inn á stöðugleika í sölu á framleiðslu og þjónustu.

Íslandi og Evrópu allt! Óska samninganefnd okkar góðs gengis.

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.11.2009 kl. 21:09

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

æi þetta er óttalegt svartagallsraus Haraldur. Afhverju bíðum við ekki og sjáum til hvernig málin þróast, bæði fyrir okkur og ESB. 2 ár er langur tími og ESB breytist á hverjum degi

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.11.2009 kl. 05:50

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Dagný; við vonum, Evrópu vegna, að þetta þróist ekki í átt til ráðstjórnarríkjanna, þótt einhverjir telji sig sjá teikn á lofti um það.

Stefán; hvað áttu við með "frjálsari"? Við fengjum ríkisstjórn skipaða mönnum frá Belgíu, Ungverjalandi, Tékklandi, Ítalíu, Svíþjóð, Lettlandi o.s.frv., sem við þekkjum hvorki haus né sporð á. Fólk sem þekkir ekki til Íslands. Stjórn sem þú getur ekki kosið og heldur ekki kosið burt. Slæma Íslenska stjórn er þó hægt að kjósa burt á fjögurra ára fresti. Eða bola burt með búsáhöldum ef nauðsyn krefur.

Hr. eða frú S: Winston. Ef þú ert að vísa í "augnabliks geðveiki" er það tilvitnun í stjórnmála- og Evrópufræðinginn Eirík Bergmann. Ég veit ekki hvað/hvort hann reykir. Þú ættir ekki að lesa næstu færslu.

Haraldur Hansson, 12.11.2009 kl. 08:46

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Gunnlaugur; takk fyrir pælingarnar, en dómsdagsspá? Ég hef enn trú á að skynsemin hafi betur og að þjóðin haldi sönsum.

Þetta með atkvæðavægið er staðreynd, nokkuð sem er búið að festa í lög og tekur gildi 2014 og þá mun atkvæðavægi ríkja með færri en milljón íbúa skerðast um 90%.

Ef þú telur í alvöru að Lissabon sé um "sameiginlega ásýnd í lykilmálum" mæli ég með að þú lesir þetta rit. Þótt lýðræðishefð sé rík í mörgum evrópskum ríkjum er ekki mikið pláss fyrir lýðræði innan ESB. Hvernig kýstu vinstri stjórn í Evrópusambandinu?

Jóhannes: "ESB breytist á hverjum degi". Mikið rétt. Kem einmitt aðeins inn á það í næstu færslu. 

Haraldur Hansson, 12.11.2009 kl. 08:53

8 identicon

Nei Haraldur, ég átti nákvæmlega ekki neitt við ,,augnabliks geðveiki" og þaðan af síður eitthvað sem einhver annar hefur sagt.

Ég átti við bullið í þér.  Þetta er eins og klippt út úr þætti seríunnar X-files, samsæriskenningaþvaður af verstu gerð sem þekkt er hjá fólki með áunnin geðklofa vegna kannabisreykinga.  Þú ert alveg ævintýralega ruglaður í höfðinu.  Það er allt í lagi að vera á móti ESB aðild en það verða þá að vera málefnaleg rök til stuðnings því, einhver rök sem eiga tilvist í veruleikanum.

Þessar endalausu vísanir þínar í hitt og þetta sem á að vera máli þínu til stuðnings bera allan vott um að þú veist ekkert hvað þú ert að gera og segja.  Kannt ekkert að vinna með heimildir og þaðan af síður meta hvað eru heimildir og hvað ekki í þessu.

Mest allt sem þú segir er bara svona samsæriskenningaraus sem helst kemur frá fólki með geðklofa, enda getur það ekki gert greinarmun á veruleika og ímyndun.  Veit ekkert hvar raunveruleikamörkin liggja.  Þú gerir þér enga grein fyrir hversu fjarstæðukennt það er sem þú ert alltaf að skrifa hérna.

Þetta er að meginstefnu rangt hjá þér, allt mistúlkað og misskilið.  Veist ekkert um hvernig þetta virkar, þekkir ekkert til evrópusambandskerfisins, veist ekkert hvernig það vinnur, veist ekkert um af hverju það verður að vera ,,yfirþjóðlegt vald" á sviðum sem snerta innri markaðinn.  Veist ekkert um þróun dóma EB dómstólsins og hvers vegna fyrsti dómurinn féll þar sem viðurkennt var að innri markaðurinn gæti aldrei gengið upp nema sama gilti fyrir alla.  Veist ekkert um hvort og þá af hverju þjóðirnar sjálfar tóku undir þetta og eru sáttar við þetta.  Veist ekkert um að ESB er þjóðirnar sem það skipa.  Veist ekkert um umfjöllun og dóma stjórnlagadómstóla innan þessara landa, sem hafa úrskurðað að aðild sé ekki svipting á fullveldi því Sambandið getur aldrei borið meira vald en þjóðirnar sjálfar veita því.  Hefur ekki hundsvit á þjóðarétti og þjóðréttarsamningum.  Hefur ekki hundsvit á því hvað felst í hugtakinu ,,fullveldi", hvernig það er túlkað, hvernig það hefur þróast og hvað það þýðir í raun í dag.  Hefur ekki hundsvit á því hvers vegna þjóðir ESB eru þarna inni og virðist ekki gera þér minnstu grein fyrir því grundvallaratriði að þær eru þarna sjálfviljugar og geta gengið þarna út sjálfviljugar.  Þekkir ekkert til neitunarvalds sem þjóðirnar hafa innan Sambandsins og svo mætti lengi lengi lengi telja.

Þú veist ekkert um þessi mál og kannt ekkert að leita upplýsinga varðandi þetta, þaðan af síður kanntu svo að fara með þessar upplýsingar.

Þess vegna sagðist ég einna helst vilja vita hvaða hass þú ert að reykja.  Það hlýtur að vera mjög sterkt.

S. (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 18:34

9 Smámynd: Haraldur Hansson

Sæl(l) aftur hr./frú S

Í athugasemd þinni má finn: Þú veist ekkert (níu sinnum takk fyrir), þú þekkir ekkert, þú skilur ekkert, þú kannt ekkert. Allt er rangt hjá þér, mistúlkað og misskilið. Hefur ekki hundsvit á hvað fullveldi er.

Svona gamaldags þöggun er tímaskekkja. Þetta er fínni leiðin til að segja: Ég veit allt, kann allt og skil allt miklu betur en þú.

Og ef þetta skyldi nú ekki vera nóg er vissara að draga fram fram eitthvað krassandi úr stimplasafninu. Sá sem ekki er sammála þér er geðklofa hasshaus, sem er ævintýralega ruglaður í höfðinu og gerir ekki greinarmun á ímyndum og veruleika.

Í þann tíma sem ég haldið úti þessari bloggsíðu hef ég ekki áður séð annan eins yfirdrepsskap í einni athugasemd. Þú lætur hér vaða á súðum, fyrst og fremst  til að gera lítið um þeim sem talar. Eins konar heimaheklað ad hominem í nettum öfgastíl.

Aumara getur það ekki verið.

Haraldur Hansson, 14.11.2009 kl. 12:38

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Haraldur

Mín athugasend var um málefnið og ábending um að þú sérst einum og svartsýnn um framtíð samvinnunnar. Hinsvegar tek ég undir með þér að nálgun S er algjörlega óviðeigandi. Að vaða fram með dónaskap á þinni síðu er ekki við hæfi.

Mér finnst vera aukið vægi slíkra tilrauna til aftöku á persónum sem viðra skoðanir sem viðkomandi er ósammála. Ég hef fengið nokkrar glósur í þessum anda að reynt er að höggva að persónulegum þáttum, frekar en ræða málefnið.

Skrif Gunnars Rögnvaldssonar inn á síðu Baldurs Kristjánssonar voru í þessum dúr, að gera grín að skrifum hans út frá spuna um persónulega hagi, að hann sé fullur, sé prestur og hafi sennilega komist í messuvín o.s.frv.

Svona skrif eiga allir að sameinast um að uppræta óháð málefni.

Gunnlaugur B Ólafsson, 14.11.2009 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband