Michael Hudson talar upphátt

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sér um að handrukka fleiri en Íslendinga. Á föstudaginn var Michael Hudson í viðtali í þættinum On The Edge og gefur AGS ekki fallega einkunn. Íslendingar ættu að hlusta á þetta viðtal, sem innlegg í umræðuna. Innlegg frá manni sem þekkir til á Íslandi og er ekki flæktur í flokkspólitískan hráskinnaleik. Hudson hefur m.a. verið gestur í Silfri Egils og skrifað greinar um stöðuna á Íslandi.

Viðtalið er í tveimur stuttum bútum. Sá fyrri (hér) er um framgöngu sænskra banka í Lettlandi, sem nú stunda miskunnarlausa innheimtu með aðstoð ESB og AGS. Afleiðingarnar eru hreint hörmulegar fyrir óbreyttan almenning, eins og Fréttaaukinn á RÚV gerði ágæt skil nýverið.

 

 

Seinni hlutinn er á meðfygjandi klippu. Fyrst klárar Hudson Lettland en síðan (1:45) kemur umfjöllun um Ísland. Takið eftir hvað Hudson segir um Gordon Brown og einnig hvernig spurningin um Ísland er orðuð (er á 0:40 þótt svarið komi mínútu síðar). Hudson talar líka um verðtrygginguna, sem eykur á vanda almennings hér, en mest er fjallað um heildarmyndina.

Þeir sem enn trúa því að við fáum aðstoð frá AGS ættu að hlusta vel. Þeir sem enn trúa því að það sé eitthvert réttlæti í IceSave samningunum ættu að hlusta enn betur.  Þeir sem virkilega halda að innganga í Evrópusambandið bæti eitthvað ættu að hlusta líka.

 


mbl.is Lán AGS tilbúið í lok október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og nú bætist enn ein hótunin við frá Fitch og öðrum matsfyrirtækjum. (einkafyrirtæki)

Nú er hótað að setja lánshæfið í sorpflokk ef við beygjum okkur ekki undir IceSave.  Hvað er í gangi?  Þessi matsfyrirtæki eiga í grunninn sök á Icesave, þar sem þeirra triple A mat á svikamillunni allri var helsta ástæða fólks til að treysta þessum bönkum fyrir peningunum sínum. Þetta er orðin alger sturlun.  Svo eru bókhaldsreglur kokkaðar upp af einkafyrirtæki í dulargerfi  alþjóðastofnunnar og engum dettur í hug að gera athugasemdir. Oligarkarnir ráða ekki bara fjarmagninu, heldur regluverkinu og hvort lönd lifa eða deyja.

Er ekki kominn tími til að einhver rísi upp á afturlappirnar á Alþingi og bendi  á þessi grundvallaratriði.  Það ætti að vera algert forgangsmal.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.10.2009 kl. 20:14

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér þætti gaman að vita hvort IASB er eitthvað tengt þessum matsfyrirtækjum, því það er algerlega ábyrgt fyrir ofmati eigna og keðjuverkandi þenslu í lántökum.  Blöðru sem matsfyrirtækin mátu hærra eftir því sem skuldir jukust, byggt á regluverki IASB.  Sé það tilfellið,þá er hér um stæstu svikamillu sögunnar að ræða. Ef eitthvað þarf að rannsaka, þá er það þetta. 

Jón Steinar Ragnarsson, 21.10.2009 kl. 20:25

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk fyrir innlitið Jón Steinar.

Sástu fyrri hlutann líka? Þegar maður heyrir hvað Husdon segir um sænsku bankamennina er ekki erfitt að trúa tilgátum um svikamillur.

Þar kemur fram að sænskir bankamenn hafi lánað eins og þeir hafi fengið borgað fyrir það ... enda fengu þeir borgað fyrir það. Veglega bónusa. Því fleiri lán, því betri bónus. Þeir vissu að margir lántakendanna gætu aldrei staðið við afborganir.

Spurðir hvers vegna þeir veittu þessi "vonlausu" lána svar þeir: IMF kemur Lettlandi til "bjargar" og tryggir að bankarnir fái sitt.

Síðan er reikningurinn sendur á lettneska skattgreiðendur sem borga með blóðugum niðurskurði. Eftir situr rúmlega 2 milljóna manna þjóð og horfist í augu við mikið skert lífskjör, nokkuð sem þeir trúðu að ekki gæti gerst innan ESB. Nú er verið að svipta þá örygginu og trú á framtíðina.

Haraldur Hansson, 21.10.2009 kl. 21:38

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já ég sá það Halli. Þú hefðir getað sett það inn líka. Þessi milla, er enn í praksís víðar og allt gert til að viðhalda henni. Hún mun halda áfram að springa þar til t.d. þessum heimatilbúnu bókhaldslögum er breytt, þar sem verðmætii eru bókfærð áður en þau verða til með lögmætum viðskiptum. 

Nú eru norðmenn að stoppa þessa þróun heima hja sér og setja bönkum stólinn fyrir dyrnar í lánaþenslunni. Þeir eru á fullu enn við að blása út húsnæðisblöruna með erlendum lánum, sem eru lánuð tífalt út og hækka "eiginfjárstöðuna" með frauðpeningum, þar sem skulldir eru eignir. Svart er hvítt.

Ég kannast annars vel við Hudson og átti raunar í bréfasamskiptum við hann, strax upp úr hruninu. Ég reyndi að vekja athygli á honum hér á blogginu.  Ég var líka í bréfaskiptum við innanbúðarmann í Seðlabankanum og hvatti eindregið til þess að Stiglitz væri fenginn þar inn.  Fattarinn er bara ári of langur hjá stjórnvöldum.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2009 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband