Jóhanna lýsir yfir uppgjöf

Það eru magnaðar yfirlýsingar í stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur varðandi IceSave klúðrið. Ítrekað hafa kratar haldið því fram að okkur beri að greiða IceSave, ekki síst þeir sem fara mikinn á blogginu. Enga undankomuleið sé að finna í regluverki möppudýranna í Brussel. En nú kemur leiðtoginn fram með yfirlýsingar sem ganga þvert á þennan margendurtekna "sannleika" kratanna. 

Hér er bein tilvitnun í ræðu Jóhönnu:

Það er ekki réttlátt að Íslendingar séu látnir gjalda fyrir gallaða löggjöf Evrópusambandsins. Það er ekki réttlátt að Bretar og Hollendingar hreinsi hendur sínar af því að þeirra eigið fjármálaeftirlit hafi brugðist, ekki síður en okkar, í Icesave málinu og það er afar ósanngjarnt að þeir skuli torvelda samstarf Íslands og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Við urðum fórnarlömb þess að allar þjóðir sem við eigum helst samskipti við, bæði austan hafs og vestan, töldu nauðsynlegt að verja gallaðar fjármálareglur til þess að forða áhlaupi á banka víða um heim.

Þetta er skýrt. Ekkert sem þarf að túlka eða útskýra. Jóhanna segir hreint út að löggjöf ESB sé gölluð, að framganga Breta og Hollendinga sé ekki réttlát, að Íslendingar séu fórnarlömb gallaðra reglna í fjármálaheiminum. Að Íslendingar séu órétti beittir og að knúin hafi verið fram ósanngjörn niðurstaða.

Hvað gerir þjóðarleiðtogi þá?

Hann hlýtur að berjast gegn óréttlætinu, standa á rétti sínum og setja fram kröfu um réttláta niðurstöðu. Standa með þjóð sinni. Nei, ekki Jóhanna Sigurðardóttir. Hún lýsti yfir uppgjöf.

Kalt hagsmunamat segir mér að við eigum ekki annarra kosta völ en að gera upp Icesave reikningana.

Þessi uppgjöf er útskýrð með nokkrum klassískum klisjum um AGS, erlent fjármagn, gjaldeyrisvaraforða og ótta við einangrun frá alþjóðsamfélaginu (les: Evrópusambandinu). Stjórnmálamaður sem ekki treystir sér til að standa á rétti þjóðar sinnar á ekki að gegna embætti forsætisráðherra.

Annað sem vekur athygli í ræðunni er að ESB umsóknin er ekki nefnd nema eins og í framhjáhlaupi; þrjár setningar á blaðsíðu þrjú. Það þykir greinilega ekki vænlegt lengur að hafa Evrópusambandið í forgrunni. Og verður það vonandi aldrei aftur.

 


mbl.is Skattkerfinu breytt óhikað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Það skyldi þó ekki vera að augu Jóhönnu séu að opnast?

, 6.10.2009 kl. 10:15

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Augu SAMSPILLINGARINNAR eru bara að opnast fyrir því að þeim mistekst að troða ofan í kokið á þjóðinni þessum skelfilega IceSLAVE samning og nú eru bara SPUNNAMEISTARAR XS komir á kreik til að bæta skaðann & reyna að skapa þá ímynd að XS sé í raun gegn samningunum.....lol....!  Klækjastjórnmál XS eru ávalt til skammar & stórhættuleg.  Verkstjórn Jóhönnu er vonlaus og við erum búinn að klúðra dýrmætu ári.  Svona getur þetta ekki haldið áfram, en gerir samt...

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 6.10.2009 kl. 11:39

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk bæði fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Þegar Jóhanna las kaflann hér að ofan sperrti ég eyrun. Undrandi hélt ég að hún væri að opinbera U-beygju krata í IceSave málinu. En svo kom framhaldið. Þetta var þá bara snotur inngangur að uppgjöf.

Haraldur Hansson, 6.10.2009 kl. 12:40

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Jóhanna og stæsti hluti samfylkingarinna er bara 10 mánuðum á eftir í greiningu á vandanum.

Guðmundur Jónsson, 6.10.2009 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband