Meira að segja Bretar fatta þetta

Það er meira vit í umfjöllun Financial Times um IceSave en þeim boðskap sem margir stjórnarliðar hafa hamrað á síðustu vikur. Þeir sjá að það þarf að vera einhver glóra í galskapnum. Menn geta haft ýmsar skoðanir á forsendum FT, en niðurstaðan er að það sé engin vitglóra í að kafsigla íslensku þjóðina með IceSave.

Ögmundur Jónasson var mjög öflugur í Kastljósinu í gær og var gott að heyra stjórnmálamann setja IceSave í stærra samhengi og líta til framtíðar. Því miður virtist spyrillinn ekki hafa undirbúið sig með öðru en að lesa hótanir Fréttablaðsins um stjórnarslit, en Ögmundur var samt mjög góður í þættinum.

Sjónarmið hans hafa ekki fengið nokkurn hljómgrunn í Samfylkingunni (ekki opinberlega) en kannski að skrif erlendra fjölmiðla auki krötum kjark til að standa vörð um íslenska hagsmuni í þessu ljóta og erfiða máli. Ögmundur vann sér inn einn plús í gær, upp í þá mörgu sem hann tapaði í júlí með því að samþykkja aðildarumsóknina vondu.

Ég sá aðeins ágrip af viðtalinu við Jóhönnu Sigurðardóttur en gat ekki betur heyrt en að hún sé að búa sig undir "breyttar aðstæður" ef/þegar þingið fellir ríkisábyrgð á IceSave. Á næstu dögum kemur í ljós hvað það þýðir, en mín tilfinning er að hún ætli ekki að láta ríkisstjórnina spring á þessu máli heldur "vinna úr nýrri stöðu". Sjáum hvað setur.

 


mbl.is FT segir að jafna eigi Icesave-byrðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband